Innlausnarvirði greiðslumarks í sauðfjárrækt

| .

Matvælastofnun annast innlausn greiðslumarks lögbýla samkvæmt reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016 með heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum, og búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum. Innlausnarvirði greiðslumarks árið 2017 er 12.480 kr. á ærgildi (núvirt andvirði beingreiðslna tveggja næstu almanaksára eftir að innlausnar er óskað).

Handhafi greiðslumarks getur óskað eftir innlausn á greiðslumarki sínu með að fylla út eyðublað 7.13 Tilkynning: Innlausn greiðslumarks sauðfjár í þjónustugátt Matvælastofnunar. Með beiðni um innlausn á greiðslumarki skal fylgja staðfesting um eignarhald á lögbýli, samþykki ábúanda og sameigenda, og þinglýst samþykki veðhafa í lögbýlinu. Tilkynningu um innlausn skal skila eigi síðar en 20. janúar 2017.

Matvælastofnun greiðir innleyst greiðslumark eigi síðar en 15. febrúar næstkomandi. Fréttin birtist fyst á vefsíðu MAST.

Almennur fræðslufundur um riðu

| .

Almennur fræðslufundur um riðu verður haldinn þriðjudaginn 17. janúar kl. 20 í Miðgarði, Varmahlíð. Þar verður farið yfir söguna, rannsóknir og það sem er að gerast erlendis í dag. Framsögumenn: Sigtryggur Björnsson, sem fer yfir sögu riðu í Skagafirði. Stefanía Þorgeirsdóttir, sérfræðingur við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum. Sigrún Bjarnadóttir, sérgreinadýralæknir í sauðfjár- og nautgripasjúkdómum. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir. Fulltrúi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu mætir á fundinn. Fyrirspurnir og umræður.


Félag sauðfjárbænda í Skagafirði og Búnaðarsamband Skagfirðinga

Met fallin í vænleika og vöðvafyllingu

| .

Niðurstöður lambadóma hafa aldrei verið glæsilegri segir Eyþór Einarsson ábyrgðamaður í sauðfjárrækt Bændablaðinu. 

Hér má lesa fróðlega grein hans í heild. Góð útkoma sé samspil framfara í kynbótum og meðferð lambanna. Fallþunginn var að meðaltali 16,7 kg. Þyngsti dilkur haustsins var 37 kg.

Hæst stigaði lamhrúturinn (á myndinni) 2016 er frá Stóra-Búrfelli Austur-Húnavatnssýslu og hlaut 91,5 stig. Lesið nánar með því að smella á myndina eða merki Bændablaðsins hér að neðan.

 

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar