Bændafundir um landið allt: Félagsheimilið Holt á Mýrum í kvöld.

| .

Sauðfjárbændur á Vesturlandi, Norðurlandi, Suðurlandi og Austurlandi hafa boðað til 5 opinna bændafunda á næstu dögum til að ræða þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna lækkunar á afurðaverði. Sjötti fundurinn var haldinn í Vatnsfirði á dögunum. Forsvarsmenn Landssamtaka sauðfjárbænda og afurðastöðva verða gestir fundanna.

Skagafjörður - Mánudaginn 12. sept. kl. 20:00

Staður: Félagsheimilið Ljósheimum, Drekahlíð 1, 551 Sauðárkrókur

Austurland - Þriðjudaginn 13. sept. Kl. 20:00

Staður: Hótel Valaskjálf, Skógarlöndum 3, 700 Egilsstöðum

Suðurland - Miðvikudaginn 14. sept. kl. 20:30

Staður: Félagsheimilið Hvoll, Austurvegi 8, 860 Hvolsvelli

Vesturland - Fimmtudaginn 15. sept. kl. 20:30

Staður: Þinghamri, Varmalandi, 311 Borgarnesi (dreifbýli)

Eyjafjörður - Mánudaginn 19. sept. kl. 20:00

ATHUGIÐ BREYTTA STAÐSETNINGU Staður: Hrafnagilsskóli (matsalur) Skólatröð 1, 601 Akureyri (dreifbýli)

 

Hornafjörður - Miðvikudaginn 21. sept. kl. 20:00

Staður: Félagsheimilið Holt á Mýrum í Hornafirði

 

  

Auglýsingin verður uppfærð eftir því sem við á. 

Sunnlenskir bændur harma lækkun á dilka- og ærkjöti

| .

Sauðfjárbændur víða um land hafa haldið fundi að undanförnu til að ræða um afurðaverð haustsins. Enn eru nokkrir fundir eftir eins og sjá má hér. Gestir hafa verið fulltrúar landssamtaka sauðfjárbænda og afurðastöðva. Í gærkvöld (14.9.2016) var haldinn fundur í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Umræður voru snarpar en góðar og fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: 

Fundur haldinn hjá Félagi sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu á Hvoli 14. september 2016 harmar þá lækkun á dilka- og ærkjöti sem sláturleyfishafar hafa birt fyrir haustið 2016. Fundurinn tekur undir ályktun sem samþykkti var á formannafundi landssamtaka sauðfjárbænda sem haldinn var í Birkimel á Barðaströnd 26. ágúst 2016.

Hér fer ályktun formannafundar Landssamtaka sauðfjárbænda:

Búvörusamningar samþykktir á Alþingi - 207 dögum eftir undirskrift.

| .

Alþingi samþykkti um þrjúleytið í dag (13.9.2016) frumvarp til laga breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum og staðfesti þar með undirskrift Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og þáverandi atvinnuvegaráðherra á nýjum sauðfjársamningi. Lesa má samninginn í heild sinni með því að smella hér. Sauðfjársamningur er nátengdur rammasamningi sem lesa má með því að smella hér. 

Mynd frá BændablaðinuMynd frá Bændablaðinu

Samningurinn mun því taka gildi eins og að var stefnt. Um efni hans og áhrif á greinina má m.a. lesa í umsögn Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) til Alþingis. Samtökin sendu frá sér aðra umsögn í kjölfar umræðu bæði innan þings og utan þegar í ljós kom að alls kyns misskilnings gætti um efni og eðli samningsins og greinarinnar, eðli opinbers stuðnings og fleiri þætti. Aðra umsögn LS til Alþingis má lesa hér. Nokkur fjöldi þingmanna var fjarstaddur atkvæðagreiðsluna í gær eða sat hjá. Af þeim sem mættu og tóku afstöðu sögðu 19 eða 73,1% já en 7 eða 26,9% sögðu nei. 

Tekið af vef Alþingis

Skrifað var undir samninginn þann 19. febrúar s.l. klukkan þrjú e.h. og tók þingið sér því nákvæmlega 4.968 klukkustundir eða 207 daga til að ljúka málinu. Á þessum tæpu 30 vikum (29 vikur og 4 dagar) var sauðfjársamningnum hins vegar ekki breytt og mun hann gilda í 10 ár með tveimur endurskoðunum. Þótt liðið hafi nærri 18 milljón sekúndur frá undirskrift forystumanna ríkisstjórnarinnar og fram að samþykkt Alþingis tók atkvæðagreiðslan sjálf ekki nema um 600 sekúndur samkvæmt vef þingsins. Nánar má lesa um málið á vef Bændablaðsins með því að smella hér.

Frá fundi sauðfjárbænda í Skagafirði

Þessa dagana funda sauðfjárbændur víða um land vegna lækkunar afurðaverðs á nýhafinni sláturtíð. Lesa má um fundaröðina með því að smella hér. Samanlögð afurðaverðslækkun til bænda nemur um 591 milljón króna samkvæmt útreikningum sem unnir voru fyrir LS. Erfiðri stöðu sláturleyfishafa gagnvart fákeppnismarkaði í smásölu, hruni í hliðarafurðasölu til útlanda og lokun á Rússlandsmarkaði fyrir skinnavörur er helst um að kenna. Landssamtök sauðfjárbænda hafa ítrekað hvatt afurðastöðvar til að virða lögmætt viðmiðunarverð samtakanna um 12,5% hækkun til bænda sem rökstudd er hér.

Óvissa og tafir á staðfestingu þegar undirritaðs sauðfjársamnings um hálft ár hafa gert afurðastöðvum, bændum og samtökum þeirra erfiðara fyrir með alla áætlanagerð og aukið á aðsteðjandi vanda. Ekki hefur verið lagt nákvæmt mat á kostnað bænda vegna tafanna en ljóst er að hann er verulegur og mun á endanum falla að stærstum hluta á bændur og afurðastöðvar.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar