Nýr bondi.is í loftið

| .

Bændasamtökin hafa sett í loftið nýjan og uppfærðan vef á slóðinni www.bondi.is Vefurinn er allur léttari og aðgengilegri en sá gamli og hannaður með tilliti til snjalltækjanotkunar. Á honum er ekki jafn mikið efni og var á eldri vefnum en það er þó allt áfram aðgengilegt á slóðinni www.old.bondi.is. Vinna við yfirhalningu á www.saudfe.is er að fara í gang og horft verður til reynslunnar af nýjum vef Bændasamtakanna í því verkefni. Landssamtök sauðfjárbænda óska Bændasamtökunum til hamingju með nýja vefinn. Hægt er að skoða hann með því að smella á myndina.

Aukabúnaðarþing í dag

| .

Aukabúnaðarþing hófst í dag í Reykjavík. Hluti fundarmanna tekur þátt í gegnum fjarfundarbúnað frá Akureyri. Aðalumræðuefni þingsins er breytingar á samþykktum Bændasamtakanna vegna innheimtu félagsgjalda. Á fundi með formönnum og framkvæmdastjórum búgreinafélaga og búnaðarsambanda á dögunum var ákveðið að fara þessa leið. Aðalfulltrúar Landssamtaka sauðfjárbænda á þinginu eru Þórarinn Ingi Pétursson, Oddný Steina Valsdóttir og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Þau eru öll mætt til þingsins en varamenn þeirra eru Sigurður þór Guðmundsson, Guðrún Ragna Einarsdóttir og Jóhann Pétur Ágústsson. Gert er ráð fyrir því að þinginu ljúki seinni partinn í dag. 

Hrútaskráin á vefnum

| .

Þrátt fyrir dumbung og myrkur eru ótvíræð merki um að jólin séu á næsta leyti farin að láta á sér kræla. Hér og hvar eru farið að blika á skraut eða jólaglingur og hlýleg hátíðarljós hafa verið tendruð. Enn eitt merkið um árstímann er útkoma hrútaskrárinnar. Hún er 52 síður í ár, litprentuð í A4 broti og inniheldur upplýsingar um 48 hrúta. Hana má bæði fá í prentuðu formi eða raftænu og það má nálgast með því að smella hér eða á myndina að neðan.

Erlendir starfsmenn eða sjálfboðaliðar

| .

Nokkur ásókn er meðal erlendra ungmenna o.fl að komast í vinnu eða sjálfboðaliðastarf í íslenskum sveitum. Erlendum starfsnemum og sjálfboðaliðum hefur fjölgað síðustu misseri í hlutfalli við auknar vinsældir landsins meðal ferðamanna. Gæta þarf sérstaklega að lagalegri stöðu beggja aðila og réttindum starfsfólks. En þrátt fyrir góðan vilja getur oft verið höfuðverkur fyrir bændur sem reka lítil fyrirtæki að finna út úr því hvernig best er að standa að hlutunum með sóma. 

Mikilvægt er að standa vel að öllu sem viðkemur ráðningu erlendra starfsmanna eða móttöku sjálfboðaliða eins og Bændasamtökin hafa ítrekað bent á. Fjallað hefur verið ítarlega um þessi mál á síðum Bændablaðsins, á vef Bændasamtakanna og á vef Alþýðusambandsins. Hér að neðan eru nokkrir tenglar sem geta hjálpað bændum að gera sér grein fyrir því hvernig landið liggur.

Bændablaðið: Lögbrot að reka efnahagslega starfsemi með sjálfboðaliðum. 

Bændasamtökin: Fræðsluefni á bondi.is

Alþýðusambandið: Fræðsluefni á asi.is

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar