Birgðir af kindakjöti svipaðar og í fyrra

| .

Samkvæmt nýjustu fáanlegum tölum eru kindakjötsbirgðir í landinu svipaðar og þær voru í fyrra. Hins vegar hefur gengið illa að selja gærur og aðrar hliðarafurðir. 

 

Íslenskir bændur fá minna en ástralskir

| .

Skilaverð til íslenskra sauðfjárbænda á dilkum lækkar um 10% til 12% miðað við verðskrár þeirra afurðarstöðva sem gefið hafa út verð fyrir haustið. Þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi styrkst verulega að undanförnu fá bændur hér enn lítið í sinn hlut í alþjóðlegum samanburði. Franskir bændur fá mest fyrir sín lömb í sláturhúsi samkvæmt þessu. Inn á þennan lista vantar Noreg sem borgar jafnvel enn hærra. Hér er verið að tala um meðalskilaverð til bænda en ekki tekið tillit til gæða, umhverfisþátta eða hvort notuð eru vaxtaörvandi lyf við framleiðsluna. Víða fá bændur mun hærra verð fyrir hreina og náttúrulega sérframleiðslu sem er sambærileg við íslenskt lambakjöt. Athygli vekur að skilaverð til bænda í Ástralíu er hærra en á Íslandi. 

Land/svæði ISK/kg
Frakkland 828
Þýskaland 736
Austurríki 731
Holland 715
Svíþjóð 690
Danmörk 689
ESB 25 meðaltal 674
Spánn 670
Belgía 666
Kýpur 666
ESB 28 meðaltal 647
Bretland 640
Litháen 634
Ísland 2015 600
Írland 580
Ástalía 555
Ísland 2016 528
Nýja Sjáland 518
Pólland 471
Finnland 471
Lettland 439
Eistland 304
Rúmenía 284

Hér að neðan er sambærilegur samanburður frá því fyrri u.þ.b. ári.

 

Formannafundur krefst þess að sáturleyfishafar virði löglegt viðmiðunarverð

| .

Formannafundi Landssamtaka sauðfjárbænda á Birkimel á Barðaströnd var að ljúka. Þar var samþykkt eftirfarandi yfirlýsing: 

Formannafundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn á Birkimel á Barðaströnd 26. ágúst 2016, krefst þess að sláturleyfishafar virði það viðmiðunarverð sem samtökin gáfu út þann 28. júlí í samræmi við skýra heimild 8. gr. búvörulaga nr. 99/1993.

Fundurinn álítur viðmiðunarverð samtakanna vera það lágmark sem bændur verða að fá.

Yfirlýsingar tiltekinna sláturleyfishafa og tilkynningar um lækkun afurðaverðs eru óskiljanlegar á meðan innanlandssala eykst, ferðamönnum fjölgar, vextir fara lækkandi, efnahagshorfur eru góðar og heimsmarkaðsverð á lambakjöti er á uppleið.

Stjórnir og stjórnendur afurðastöðva dragi þær tafarlaust til baka áður en óafturkræf áhrif koma fram í íslenskri sauðfjárrækt og sveitum landsins. Fundurinn skilur erfiðar aðstæður sláturleyfishafa sem þurfa að kljást við fákeppni á smásölumarkaði, launaskrið og kostnaðarhækkanir. Fundurinn hafnar hins vegar ásetningi fyrirtækjanna að velta fortíðarvanda, kostnaðar- og launahækkunum eingöngu yfir á bændur.

Fundurinn skorar á þá sláturleyfishafa sem ekki hafa enn gefið út verskrár að virða lögmætt og hófstillt viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda.

 

Ítarefni til glöggvunar er að finna hér að neðan.

Blönduós eltir galna ákvörðun Vopnfirðinga

| .

Sláturhús SAH afurða á Blönduósi hefur lækkað verð til samræmis við verðskrá Sláturfélags Vopnfirðinga frá í gær þar sem boðuð er 12% lækkun til bænda. Rök beggja húsa eru af svipuðum toga - að bændur skuli bera tap vegna uppsafnaðra birgða af gærum og aukaafurðum. Húsið ber líka fyrir sig gengisþróun. Landssamtök sauðfjárbænda harma þessar ákvarðanir. Harkaleg 12% lækkun á lambakjöti sætir furðu á meðan innanlandssala eykst, vextir fara lækkandi, efnahagshorfur eru góðar og heimsmarkaðsverð á lambakjöti er á uppleið. Samtökin telja röksemdafærslu beggja fyrir lækkun einsýnt að hvorki bændur né sláturleyfishafar. 

Tengdar fréttir. 

GALIN ÁKVÖRÐUN SLÁTURFÉLAGS VOPNFIRÐINGA: http://saudfe.is/frettir/2315-galin-%C3%A1kv%C3%B6r%C3%B0un-sl%C3%A1turf%C3%A9lags-vopnfir%C3%B0inga.html

GLÓRULAUS ÁKVÖRÐUN NORÐLENSKA:  http://saudfe.is/frettir/2314-gl%C3%B3rulaus-%C3%A1kv%C3%B6r%C3%B0un-nor%C3%B0lenska.html

FORMANNAFUNDUR KREFST ÞESS AÐ SÁTURLEYFISHAFAR VIRÐI LÖGLEGT VIÐMIÐUNARVERÐ: http://saudfe.is/frettir/2317-formannafundur-krefst-%C3%BEess-a%C3%B0-s%C3%A1turleyfishafar-vir%C3%B0i-l%C3%B6glegt-vi%C3%B0mi%C3%B0unarver%C3%B0.html

LAGALEGUR GRUNDVÖLLUR VIÐMIÐUNARVERÐS LShttp://saudfe.is/frettir/2313-lagalegur-grundv%C3%B6llur-vi%C3%B0mi%C3%B0unarver%C3%B0s-ls.html

Viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda fyrir haustslátrun 2016: http://saudfe.is/frettir/2310-sanngjarnt-ver%C3%B0.html

 

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar