Sauðfé fækkað um nær 40% með tilheyrandi stórminnkun beitarálags

| .

Í forsíðugrein nýjasta tölublaðs Bændablaðsins er farið yfir þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslenskum bústofni síðustu áratugi hvað varðar fjölda dýra. Lesa má fréttina í heild sinni hér: Sauðfé hefur fækkað um nær 40% með tilheyrandi stórminnkun beitarálags. Vetrarfóðruðu sauðfé hefur fækkað um 307 þúsund segir blaðið og vitnar til tölfræði frá Matvælastofnun. „Það þýðir að dregið hefur stórlega úr beitarálagi samfara aukinni uppgræðslu og aukningu gróðurþekju af völdum hlýnunar loftslags“ segir í fréttinni.

Gæðastýring: Námskeið 20. júní

| .

Matvælastofnun heldur undirbúningsnámskeið fyrir þá sem hyggjast sækja um aðild að gæðastýringu í sauðfjárrækt að Hvanneyri 20. júní n.k. kl. 10:00 – 17:00. Tilkynna þarf þátttöku til fyrir 14. júní í síma 530-4800 eða með tölvupósti á netfangið mast@mast.is. Námskeiðið er frítt en veitingar ekki innifaldar. Matvælastofnun áskilur sér rétt til að hætta við námskeiðið ef ekki fæst næg þátttaka. Næsta gæðastýringarnámskeið er áætlað í nóvember. Gerð er krafa um að þeir sem eru í gæðastýringunni hafi sótt slíkt námskeið en efni þess er eftirfarandi:

  • Farið yfir lagalegan grundvöll gæðastýringar og stjórnsýslu tengdri gæðastýrðri sauðfjárrækt
  • Farið er ítarlega yfir reglugerð 1160/2013 með síðari breytingum um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu þar sem áhersla er lögð á að skýra alla liði reglugerðarinnar fyrir þátttakendum
  • Fjallað um landýtingu og landbótaáætlanir
  • Farið yfir reglugerð 916/2012 um merkingar búfjár
  • Farið yfir reglugerð 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár
  • Fjallað um skýrsluhald í sauðfjárrækt, uppbygginu þess og grundvallaratriði sem standa þarf skil á við þátttöku í skýrsluhaldi
  • Farið yfir notkun á jord.is
  • Farið í grundvallaratriði varðandi sauðfjárbúskap og fóðrun og hirðingu sauðfjár.

Nánari upplýsingar má finna á www.mast.is

 

Búvörusamningar ræddir á þingi

| .

1. umræða um nýja búvörusamninga hefst á Alþingi í dag samkvæmt dagskrá. Samningarnir eru á milli stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands en bæði sauðfjár- og nautgripasamningarnir voru samþykktir í almannri atkvæðagreiðslu bænda. Hér að neðan er að finna tengla á nokkrar skýrslur sem liggja til grundvallar samningunum og einnig samningana sjálfa, þ.e. sauðfjár- og rammasamning. Smellið á forsíðurnar eða myndirnar til að skoða nánar.

Screen Shot 05 17 16 at 12.47 PMScreen Shot 05 17 16 at 01.05 PM

Screen Shot 01 07 16 at 10.05 PMScreen Shot 02 19 16 at 11.47 AM

Screen Shot 05 17 16 at 01.01 PMScreen Shot 05 17 16 at 12.52 PM

Breytingar á slátrun hjá SS

| .

Sláturfélagið hefur birt á heimasíðu sinni upplýisngar vegna breyttra verðhlutfalla og breytts fyrirkomulags á slátrun í haust. Þetta er gert til í þeim tilgangi að slátrunin verði jafnari skipulagðari. Dregið verður úr dagslátrun flestar vikur til að lækka kostnað við yfirvinnu og sláturtíð einnig lengd um nokkra daga. SS bendir bændum á að senda deildarstjórum sláturbeiðnir tímanlega fyrir 12. ágúst.

Frá og með næsta hausti verður innheimt 20 kr. flutningsgjald ef fé er sótt út fyrir félagssvæði SS. Félagið segist gera þetta vegna slakrar afkomu í sauðfjárslátrun. Lesa má frétt SS í heild sinni hér.

 

 

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar