Fundarboð

| .

Félag sauðfjárbænda í Skagafirði boðar til opins umræðufundar miðvikudagskvöldið 23.ágúst n.k. kl. 20 í Miðgarði.
Erindi fundarins verður að ræða þær tillögur sem munu liggja fyrir auka aðalfund sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa boðað til 25.ágúst n.k.

Hvetjum sauðfjárbændur til að mæta og láta sig málin varða.

Stjórn Félags sauðfjárbænda í Skagafirði

Boðað til auka aðalfundar

| .

Boðað er til auka aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda, 25. ágúst nk.á ráðstefnusviði Hótel Sögu.

Á fundinum verður farið yfir tillögur að aðgerðum vegna erfiðrar stöðu í sauðfjárrækt.

Fundurinn verður settur kl. 13:00 og líkur með sameiginlegum kvöldverði klukkan 18:30. Nánari dagskrá verður send út síðar.

Fyrir hönd stjórnar LS,

Unnsteinn Snorri Snorrason

Framkvæmdastjóri LS

Sími: 899 4043

Netfang: unnsteinn@bondi.is

Laun sauðfjárbænda lækka um a.m.k. 56% og nánast öll sauðfjárbú rekin með tapi

| .

Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sendi öllum alþingismönnum bréf í dag þar sem vakin er athygli á þeirri vá sem steðjar að íslenskri sauðfjárrækt vegna fyrirhugaðrar afurðaverðlækkunar í haust sem rekja má til ýmissa samverkandi utanaðkomandi þátta.

Í bréfinu vísar formaðurinn til minnisblaðs sem unnið var fyrir samtökin af Ráðgjafaþjónustu landbúnaðarins (RML) og byggir á skýrsluhaldi og reikningum fjölda sauðfjárbúa. Úr þeim má lesa að afkoma eftir hverja kind var í fyrra jákvæð fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta um 1.180 kr. en verður neikvæð um 3.250 kr. í ár ef boðuð 35% afurðaverðslækkun haustsins gengur eftir.

Samanlagt heildartap íslenskra sauðfjárbænda vegna yfirvofandi lækkunar gæti orðið allt að 1.859 milljónir kr. Úr því sem komið er eigi bændur almennt ekki annan möguleika en að mæta þessari lækkun með öðru en að skerða eigin laun, enda þegar búið að leggja út nánast allan kostnað vegna lambakjötsframleiðslu haustsins.

Að jafnaði geti sauðfjárbændur því búist við a.m.k. 56% launalækkun. Hún verði þó í raun enn meiri þegar búið sé að taka tillit til afskrifta, fjármagnsliða og skatta. Afleiðingarnar geti orðið fjöldagjaldþrot til sveita með tilheyrandi byggðaröskun.

Fram kemur í bréfi formannsins að bændur hafi ítrekað bent á alvarleika þessarar stöðu en margra mánaða viðræður við stjórnvöld um bráðaaðgerðir hafi hins vegar litlu skilað. Landssamtök sauðfjárbænda telji því einsýnt að bændur og Alþingi taki höndum saman og bregðist við þessum bráðavanda án tafar.

Bréf_frá_formanni_Landssamtaka_sauðfjárbænda.pdf

RML_minnisblað_áhrif.pdf

 

Um 700 tonnum meira á lager en æskilegt væri

| .

Útlit er fyrir að um 1.300 tonn af lambakjöti verði til 1. september. Þetta er um 700 meira en æskilegt væri og í samræmi við það sem fram kom á vef Landssamtaka sauyðfjárbænda í lok júlí. Þetta jafngildir því nánast að mánaðarsala sé til á lager þegar nýtt kjöt kemur á markað. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda fór yfir stöðuna á Rás 1 í morgun. Smellið á myndina til að skoða betur. 

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar