Ertu búinn að sækja um jarðræktarstyrki og landgreiðslur?

| .

Frestur til að sækja um jarðræktarstyrki og landgreiðslur rennur út 20. október.

Ganga þarf frá lögbundnu skýrsluhaldi í Jörð.is áður en hægt er að sækja um styrki.

Sótt eru um styrki rafrænt inn á Bændatorginu.  Sótt er um í sitthvoru lagi jarðræktarstyrk og landgreiðslur.

Þeir sem hafa heimild til að nýta land á fleiri en einu landnúmeri þurfa að ganga frá rafrænni umsókn fyrir hvert landnúmer.

 Picture1

Jarðræktarstyrkur er greiddur út á nýrækt og endurræktun á túnum, kornrækt og ræktun annarra fóðurjurta og útiræktun á grænmeti. Heimilt er að greiða stuðning vegna ágangs álfta og gæsa á ræktarlöndum bænda.

Landgreiðslur eru greiddar út á allt ræktað land sem er uppskorið til fóðuröflunar. Ekki er greitt út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Skilyrði fyrir greiðslum er að til sé viðurkennt túnkort fyrir spildur sem sótt er um framlög fyrir og spildurnar séu uppskornar á því ári þegar framlag er greitt enda liggi fyrir uppskeruskráning.

Ekki er hægt að fá jarðaræktarstyrk og landgreiðslur fyrir sömu spildu á sama ári.

Meðalverð dilkakjöts 2017

| .

Hér er birtur samanburður á meðalverði dilkakjöts 2017 milli afurðastöðva og samanburður verða árið 2016.  Árið 2016 var meðalverðið 543 kr/kg og er í ár (eftir breytinga á verðskrá KS og SKVH) 360 kr/kg sem er 31,5% verðlækkun millí ára.  Sláturfélag Suðurlands borgar hæðsta meðalverðið 415 kr/kg.  Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að verð til bænda eru algjörlega óásættanleg og rétt að ítreka eftirfarandi samþykkt frá aukafundi LS.

Aukafundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn 19. september 2017 skorar á sláturleyfishafa að endurskoða afurðaverð til bænda nú þegar.  Í ljósi nýrra upplýsinga um birgðir telur fundurinn ekki ástæðu fyrir allt að 35% afurðaverðslækkun. Framkomin afurðaverð eru algjör forsendubrestur fyrir rekstri sauðfjárbúa.

LS _ Afurðaverð til bænda 2017.pdf

 LS Afurðaverð til bænda 2017

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2017

| .

Fyrri sýningin fer fram föstudaginn 13.október á Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi og hefst kl 20:30.

Áframhald fer framm laugardaginn 14.október í Tungu Fróðarhreppi Snæfellsbæ og hefst kl 13:00.

Á þeirri sýningu verða veitingar í boði geng vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar.

Það verður sem sagt 500 kr á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu

verður frítt fyrir börn.

Það verður svo áfram lambahappdrættið sem vakti mikla stemmingu og skemmtun. Þeir sem hafa áhuga á að

krækja sér í miða þá mun miðinn kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði.

Engin posi verður á staðnum.

Verðlauna afhending verður svo að lokinni sýningu í Tungu Fróðarhreppi  fyrir báðar sýningarnar.

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt auðvitað kvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra

Héraðssýning á lambhrútum í Strandasýslu

| .

Félag sauðfjárbænda í Strandasýslu stendur fyrir héraðssýningu á lambhrútum í Strandasýslu 7. október. Verður hún haldin í tvennu lagi vegna sauðfjárveikivarna, annarsvegar á Bæ í Hrútafirði hjá Gunnari og Þorgerði kl. 11 og hins vegar á Heydalsá hjá Ragnari og Sigríði kl. 15. Þar verða úrslit kynnt og viðurkenningar veittar. Allir áhugamenn um sauðfé velkomnir.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar