Tvöföld greiðsla til sauðfjárbænda í apríl

| .

Samkvæmt ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, sem byggir á tillögu Framkvæmdanefndar búvörusamninga, greiðir Matvælastofnun tvöfalda mánaðargreiðslu til sauðfjárbænda (sbr. ársáætlun um heildargreiðslur) þann 3. apríl. Í staðinn fellur niður greiðsla í október. 

 

Hægt er að lesa meira um málið hér

Veitingahús verðlaunuð af Icelandic Lamb

| .

Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.

Þetta var í fyrsta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar. Þriggja manna dómnefnd skipuð þeim Hafliði Halldórssyni matreiðslumanni, sem er formaður, Sigurlaugu M. Jónasdóttur útvarpskonu hjá RÚV og Dominique Plédel Jónsson hjá SlowFood Reykjavík, valdi staðina sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Áætlað er að þetta verði árviss viðburður.

Yfir 60 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar bænda í verkefninu Icelandic Lamb og setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vönum og sala á lambakjöti hjá samstarfsstöðunum hefur aukist verulega samhliða samvinnunni. Þetta er hluti af stærra verkefni undir yfirskriftinni Aukið virði sauðfjárafurða.

Þeir staðir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru:
Fiskfélagið
Fiskmarkaðurinn
Hótel Smyrlabjörg í Suðursveit
Íslenski Barinn
Gallery Restaurant Hótel Holti
Grillið Hótel Sögu
Lamb Inn í Eyjafjarðarsveit
Matur og Drykkur
Smurstöðin í Hörpu
Vox á Hilton Hótel Reykjavík
Meðfylgjandi myndir eru frá verðla

Kona kjörinn formaður sauðfjárbænda í fyrsta sinn

| .

Oddný Steina Valsdóttir er bóndi á Butru í Fljótshlíð. Þar býr hún ásamt sambýlismanni, þremur börnum með um 500 vetrarfóðraðar kindur og um 70 íslensk naut. Oddný Steina er fædd og uppalin í Úthlíð í Skaftártungu. Hún er menntaður búfræðingur frá Bændaskólanum frá Hvanneyri og tók síðan háskóladeildina í framhaldi.


Mynd frá Bændablaðinu

Oddný Steina er virk í félagsstarfi bænda og hefur verið fulltrúi á Búnaðarþingi undanfarin ár fyrir Búnaðarsamband Suðurlands og síðan Landssamtök sauðfjárbænda. Hún hefur verið varaformaður samtakanna undanfarin ár.

Oddný Steina hefur verið í forystusveit bænda varðandi landgræðsla og sjálfbæra landnýtingu. Bæði sem forystumaður bænda og síðan með beinum hætti í gegnum verkefni eins og Gæðastýringu í sauðfjárrækt og Bændur græða landið. Hún var nýlega skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sem formaður faghóps í verkefninu Kortlagning gróðurauðlindarinnar.

Oddný Steina er líka mikill áhugamaður um nýsköpun innan greinarinnar. Hún hefur staðið í fylkingarbrjósti átaks til að fá bændur til að mjólka ær og endurvekja sauðaostagerð á Íslandi.

Oddný Steina fékk 44 af 46 atkvæðum í formannskjöri Landssamtaka sauðfjárbænda eða 96% atkvæða. Fráfarandi formaður samtakanna, Þórarinn Ingi Pétursson, var formaður í fimm ár. Hann studdi Oddnýu Steinu sem formanna. Hann er áfram formaður Markaðsráðs kindakjöts.

Oddný Steina Valsdóttir er fyrsta konan til að gegna formennsku hjá Landssamtökum sauðfjárbænda.

 

Sauðfjárbændur samþykkja sérstaka neytendastefnu!

| .

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda samþykkti líka Neytendastefnu á fundinum. Íslenskir sauðfjárbændur eru stoltir af því að framleiða hágæða afurðir fyrir opnum tjöldum með umhverfisvænum og náttúrulegum hætti. Þeir telja mikilvægt að neytendur fái réttar og góðar upplýsingar hvar sem þeir kaupa matvörur, hvort sem er í verslunum, á veitingastöðum eða í mötuneytum. Þetta er grunnurinn að heiðarlegri samkeppni og raunverulegu valfrelsi neytenda. Þetta eru sameiginlegir hagsmunir bænda og neytenda. Íslenskir sauðfjárbændur vilja að neytendur viti sem mest um þær afurðir sem bændur leggja alúð við að framleiða í sátt við náttúru og samfélag. Þess vegna setja þeir sér nú neytendastefnu í fyrsta sinn undir yfirskriftinni Okkar afurð – okkar mál. Þessi stefna verður lögð til grundvallar í allri samvinnu bænda við þá sem vinna og selja afurðirnar, almenning, samtök neytenda og stjórnvöld.

Stefnuna í heild má lesa hér í viðhengi. Neytendastefna_sauðfjárbænda.pdf

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar