Innflutningur á lambakjöti

| .

Fram hefur komið í fréttum að Aðföng og Ferskar kjötvörur  hafa sótt um að flytja inn lambakjöt frá Nýja Sjálandi. Í viðtali við framkvæmdastjóra Aðfanga í fréttum á RÚV kom fram að þrátt fyrir neitun þá yrði áfram unnið að því að fá þennan innflutning samþykktan. Framkvæmdastjórinn taldi Nýsjálenska lambakjötið verða um 20% ódýrara heldur en það íslenska.

Góð sala í apríl

| .

sala_utfl_nokkur_ar_20168_image001.gifSalan á dilkakjöti í apríl var mjög góð miðað við síðustu mánuði og hefur ekki verið meiri í apríl mánuði á þessari öld. Alls jókst salan milli mánaða um 8,6% og gerir það 14% aukningu á ársfjórðungi. Sala síðustu tólf mánaða er þó enn tæplega 7% undir fyrri 12 mánuðum. Uppsöfnuð sala hvers árs frá 2001 til 2007 má sjá á grafinu hér að neðan. Til að sjá grafið í fullri stærð er hægt að smella á það.

Framkvæmdastjóri hættir

| .

Framkvæmdastjóri LS hefur sagt upp störfum og mun láta af störfum í sumar. Ástæður uppsagnarinnar eru breyttar aðstæður hjá framkvæmdastjóra en hann hyggst, ásamt fjölskyldu sinni, flytjast búferlum til Færeyjar.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar