Lumar þú á góðri hugmynd?

| .

ljosapera.jpgMargir bændur þurfa oft að leysa ýmis vandamál sem upp koma á búinu.  Stundum finna menn nýjar og frumlegar leiðir til að leysa mál eða bara til að létta sér störfin almennt.  Ykkar lausnir geta hjálpað öðrum bændum í sömu stöðu því viðfangsefnin eru gjarnan lík.  Vefurinn er kjörið tæki til að deila góðum hugmyndum. 

Ef þið eigið myndir af einhverjum góðum lausnum í fjárbúskapnum sem þið viljið deila með öðrum, þá endilega sendið þær á ls@bondi.is og við birtum þær hér á vefnum.

460 útlendingar við slátrun

| .

slatrun07.jpgUm 460 erlendir ríkisborgarar starfa nú í sláturhúsum landsins, bæði verkafólk og eftirlitsdýralæknar. Haustslátrun hófst í sláturhúsi Norðlenska á Hornafirði í gær og þar með er slátrun hafin á öllum stöðum þar sem slátrað er í ár.

Kindakjötssala í ágúst

| .

Sala á dilkakjöti í ágúst var tæp 403 tonn sem er talsvert mikið minna en í sama mánuði í fyrra (-18.6%). Miðað við 3 mánaða samanburð er um að ræða 3.5% samdrátt og 3.7% ef miðað er við 12 mánaða samanburð. Sé allt kindakjöt tekið með þýðir eins mánaðar samanburður 20.5% samdrátt, 3 mánaða samanburður 7.6% samdrátt og 12 mánaða, 3.8% samdrátt.

Verðsamanburður

| .

Samanburður á því hvað sláturleyfishafar borga bændum fyrir dilka nú í sláturtíðinni er á margan hátt erfiður. Verðflokkar á dilkakjöti eru 30 og síðan eru 10 í viðbót fyrir kjöt af fullorðnu. Mjög er þó mismunandi hvað mikið dilkakjöt flokkast í hvern og einn. Ef miðað er við niðurstöður kjötmats á landinu öllu árið 2006 þá fór ekkert kjöt í fjóra flokka af 30 (O5, P3+, P4 og P5). Í 8 flokka í viðbót fór minna en 0.1% (E1, E5, U1, U5, R5, O3+, O4 og P3). Þar til viðbótar eru 7 sem í flokkaðist meira en 0.1% en innan við 1% (E2, E3+, E4, R1, R4, P1 og P2). Í þessa 20 flokka alls fór semsagt aðeins um 3.9% af öllu kjöti árið 2006 en í þá 10 sem þá eru eftir fóru 96.1%. Þar af fara 51.7% í efstu flokkanna tvo R2 og R3.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar