Myndir frá hrútadegi og norskur dýrbítur

| .

hrutadagur.jpgHrútadagurinn 2007 fór fram sl. laugardag í Faxahöllinni á Raufarhöfn.  Þar voru til sölu um 300 hrútar úr Norður-Þingeyjarsýslu auk þess sem fram fór sýning á ullarvörum, Íslandsmeistaramót í kjötsúpugerð, hagyrðingakeppni og fleira.  Myndir frá deginum eru nú komnar inn á vefinn raufarhofn.is og má skoða þær hér.  Jafnframt hafa verið settar inn á síðuna undir "Myndir" nokkrar myndir sem teknar voru á hrútadeginum 2006.  Þær myndir eru teknar af Ragnari Þorsteinssyni í Sýrnesi sem sendi þær síðunni ásamt mörgum fleirum sem munu birtast hér bráðlega. Syrpan heitir "Hrútadagur 2006"

Verðlíkan fyrir bændur

| .

saudfe_ullarfrett.gifNú er haustslátrun komin vel á veg. Lömb virðast hafa komið nokkuð misjafnlega af fjalli þetta haustið, en víða er látið vel af þeim eins og til dæmis má sjá í þessari frétt frá Norðlenska. Dæmi eru einnig um að lömb séu nokkru léttari en margir höfðu áhyggjur af því að svo gæti orðið vegna langvarandi þurrka á liðnu sumri.  Til fróðleiks hefur verið tekið saman verðlíkan þar sem menn geta borið saman verð á innleggi sínu hjá einstökum sláturleyfishöfum.  Um er að ræða Excel skjal sem má nálgast hér að neðan.

Fjárskoðanir í fullum gangi

| .

haustlamb07.jpgNú um þessar mundir eru hinar reglubundnu fjárskoðanir haustsins í fullum gangi en þeim lýkur víðast hvar upp úr miðjum október.  Ráðunautar búnaðarsambandanna heimsækja þá bændur og veita ráðgjöf við líflambaval, dæma hrúta á sýningum fjárræktarfélaga og fleira.  Fyrirkomulag og gjöld fyrir vinnu þessu tengda eru nokkuð mismunandi og til fróðleiks eru birtar hér að neðan slóðir með tilvísunum á hvernig stærstu búnaðarsamböndin standa að þessu verkefni. 

Landbúnaðarráðuneytið gefur út einföldunaráætlun

| .

skjaldarmerki.gifLandbúnaðarráðuneytið hefur gefið út svokallaða einföldunaráætlun.  Áætlunin er hluti af verkefninu "Einfaldara Ísland" sem forsætisráðuneytið hratt af stað fyrir nokkrum misserum.  Tilgangur verkefnisins er að draga fram þá hluti í stjórnsýslunni sem hugsanlega væri hægt að einfalda og/eða gera skilvirkari svo þeir sem þurfa að sækja þjónustu til stjórnsýslunnar eigi hægara með að koma erindum sínum fram.  Í október sl. var samþykkt í ríkisstjórn að hvert ráðuneyti skyldi gefa út einföldunaráætlun fyrir sitt svið vegna áranna 2007-2009 og nú hefur landbúnaðarráðuneytið sent frá sér sína áætlun. Í henni er fjallað um mörg mál sem snerta hagsmuni bænda.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar