Fjárskoðanir í fullum gangi

| .

haustlamb07.jpgNú um þessar mundir eru hinar reglubundnu fjárskoðanir haustsins í fullum gangi en þeim lýkur víðast hvar upp úr miðjum október.  Ráðunautar búnaðarsambandanna heimsækja þá bændur og veita ráðgjöf við líflambaval, dæma hrúta á sýningum fjárræktarfélaga og fleira.  Fyrirkomulag og gjöld fyrir vinnu þessu tengda eru nokkuð mismunandi og til fróðleiks eru birtar hér að neðan slóðir með tilvísunum á hvernig stærstu búnaðarsamböndin standa að þessu verkefni. 

Landbúnaðarráðuneytið gefur út einföldunaráætlun

| .

skjaldarmerki.gifLandbúnaðarráðuneytið hefur gefið út svokallaða einföldunaráætlun.  Áætlunin er hluti af verkefninu "Einfaldara Ísland" sem forsætisráðuneytið hratt af stað fyrir nokkrum misserum.  Tilgangur verkefnisins er að draga fram þá hluti í stjórnsýslunni sem hugsanlega væri hægt að einfalda og/eða gera skilvirkari svo þeir sem þurfa að sækja þjónustu til stjórnsýslunnar eigi hægara með að koma erindum sínum fram.  Í október sl. var samþykkt í ríkisstjórn að hvert ráðuneyti skyldi gefa út einföldunaráætlun fyrir sitt svið vegna áranna 2007-2009 og nú hefur landbúnaðarráðuneytið sent frá sér sína áætlun. Í henni er fjallað um mörg mál sem snerta hagsmuni bænda.

Alþingi á fyrstu dögum

| .

logo_sm.gifAlþingi var sett þann 1. október svo sem venja er.  Þingmál sem tengjast landbúnaði fara nú til hinnar nýju sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þingsins.   Formaður hennar er Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi en aðrir nefndarmenn eru: Gunnar Svavarsson (Samfylking, Suðvesturkjördæmi), Helgi Hjörvar (Samfylking, Reykjavík norður), Karl V. Matthíasson (Samfylking, Norðvesturkjördæmi), Kjartan Ólafsson (Sjálfstæðisflokkur,  Suðurkjördæmi), Jón Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkur, Suðvesturkjördæmi), Atli Gíslason (Vinstri-Græn, Suðurkjördæmi), Grétar Mar Jónsson (Frjálslyndir, Suðurkjördæmi) og Valgerður Sverrisdóttir (Framsóknarflokkur, Norðausturkjördæmi). 

Réttir með augum bandarísks blaðamanns

| .

barnirettum.jpgUm miðjan september kom hingað hópur starfsmanna bandarísku verslunarkeðjunnar Whole Foods, sem selur íslenskt lambakjöt, skyr, smjör, súkkulaði frá Nóa-Síríus, íslenskt vatn og fleira.  Hópurinn var þó aðallega að koma til þess að kynnast sauðfjárbúskap og fór m.a. í tvennar réttir, tók á móti safni Gnúpverja í Þjórsárdal, heimsótti sláturhús SS á Selfossi og fleira.  Sláturfélag Suðurlands og Sláturhús KVH á Hvammstanga hafa nú tekið við umsjón útflutningsins af Norðlenska.  Vel hefur gengið að koma kjötinu á markað og sala þess er nú í fullum gangi, en kjötið er aðeins í sölu á meðan að hægt er að selja það ófrosið.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar