Kjúklingur uppfyrir lamb

| .

Nú hefur það gerst í fyrsta sinn í sögunni að lambakjöt er ekki mest selda kjöttegundin á Íslandi. Samkvæmt tölum frá Landssamtökum sláturleyfishafa seldist tæplega 38 tonnum meira af alifuglakjöti en lambakjöti á síðustu tólf mánuðum.

SAH birtir verðskrá

| .

SAH afurðir hafa birt verðskrá til bænda vegna haustslátrunar 2007. Verðskráin er birt með sömu fyrirvörum og hjá öðrum sláturleyfishöfum um breytingar ef kjör annarra stærri sláturleyfishafa reynast hagstæðari

Slátrun hafin

| .

Norðlenska og SS eru byrjuð á slátrun en þó í mjög litlum mæli og seinna en venjulega. Í gær var slátrað 250 lömbum á Húsavík á vegum Norðlenska en ekki er síðan fyrirhugað að slátra þar á ný fyrr en 29. ágúst.  SS slátraði 600 lömbum í gær á Selfossi en ekki liggur fyrir hvað miklu verður slátrað það sem eftir lifir mánaðarins.  Bæði fyrirtækin ætla síðan að hefja vinnslu á fullum afköstum strax eftir mánaðamót.  Slátrun er einnig hafin hjá KS á Sauðárkróki og hefur verið slátrað þar um 600 lömbum og svipuðu magni hjá SAH afurðum á Blönduósi.  Jafnframt er hafin slátrun hjá Fjallalambi.

Frétt mbl.is
Frétt RÚV í kvöldfréttum Útvarps í gær (upptaka)

Fjallalamb birtir verðskrá

| .

Fjallalamb hefur birt verðlista til bænda vegna haustslátrunar 2007 á heimasíðu sinni. Verðlistinn er nokkru öðruvísi en viðmiðunarverð LS en fyrirtækið hækkar verðskrá sína um 6.5% frá 2006 auk sérstakrar 4 kr. hækkunar á E flokk.
17 flokkar dilkakjöts af 30 eru hærri en viðmiðunarverð LS: E1 (+7 kr), E2(+7 kr), E3(+17 kr), E3+(+7 kr), U1 (+4 kr), U2 (+4 kr), U3 (+13 kr), U3+ (+3kr), R1 (+5 kr), R2 (+7kr), R3 (+5 kr) R3+ (+14 kr), O3 (+2 kr), O3+ (+8 kr), P3 (+73 kr), P3+ (+63 kr) og P4 (+36 kr) 

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar