Alþjóðahúsið kynnir sláturgerð

| .

slatur.jpgAlþjóðahúsið býður um þessar mundir upp á námskeið í sláturgerð (blóðmör og lifrarpylsu.  Námskeiðið er ætlað innflytjendum og verður haldið í Hótel og veitingaskólanum þann 8. október næstkomandi.  Að sögn Einars Skúlasonar framkvæmdastjóra Alþjóðahússins hefur verið mikill áhugi fyrir námskeiðinu og líklegt að halda verði fleiri en eitt.

Samingar um búskaparlok

| .

skjaldarmerki.gifÍ grein 4.6 í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar sem tekur gildi um næstu áramót er meðal annars ákvæði um að þeir bændur með greiðslumark í sauðfé sem eru orðnir eða ná 64 ára aldri á árunum 2008-2013 geti gert samninga við landbúnaðarráðherra um búskaparlok. Í slíkum samningi felst að viðkomandi bóndi skuldbindur sig til að eiga hvorki né halda sauðfé til og með 31. desember 2013 en heldur óskertum beingreiðslum á sama tíma á meðan greiðslumark sauðfjár er í eigu hans og áfram skráð á lögbýli.

Ný reglugerð um sláturúrgang

| .

Landbúnaðarráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um meðferð og nýtingu sláturúrgangs.  Reglugerðin hefur að sjálfsögðu mest áhrif á starfsemi sláturleyfishafa en í henni eru einnig ákvæði sem hafa í sumum tilvikum bein áhrif á bændur.  Reglugerðin tekur mið af sambærilegum ákvæðum innan ESB.  Úrgangur er flokkaður í áhættuflokka og kveðið á um meðferð eftir því. 

Lumar þú á góðri hugmynd?

| .

ljosapera.jpgMargir bændur þurfa oft að leysa ýmis vandamál sem upp koma á búinu.  Stundum finna menn nýjar og frumlegar leiðir til að leysa mál eða bara til að létta sér störfin almennt.  Ykkar lausnir geta hjálpað öðrum bændum í sömu stöðu því viðfangsefnin eru gjarnan lík.  Vefurinn er kjörið tæki til að deila góðum hugmyndum. 

Ef þið eigið myndir af einhverjum góðum lausnum í fjárbúskapnum sem þið viljið deila með öðrum, þá endilega sendið þær á ls@bondi.is og við birtum þær hér á vefnum.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar