Slátrun hafin

| .

Norðlenska og SS eru byrjuð á slátrun en þó í mjög litlum mæli og seinna en venjulega. Í gær var slátrað 250 lömbum á Húsavík á vegum Norðlenska en ekki er síðan fyrirhugað að slátra þar á ný fyrr en 29. ágúst.  SS slátraði 600 lömbum í gær á Selfossi en ekki liggur fyrir hvað miklu verður slátrað það sem eftir lifir mánaðarins.  Bæði fyrirtækin ætla síðan að hefja vinnslu á fullum afköstum strax eftir mánaðamót.  Slátrun er einnig hafin hjá KS á Sauðárkróki og hefur verið slátrað þar um 600 lömbum og svipuðu magni hjá SAH afurðum á Blönduósi.  Jafnframt er hafin slátrun hjá Fjallalambi.

Frétt mbl.is
Frétt RÚV í kvöldfréttum Útvarps í gær (upptaka)

Fjallalamb birtir verðskrá

| .

Fjallalamb hefur birt verðlista til bænda vegna haustslátrunar 2007 á heimasíðu sinni. Verðlistinn er nokkru öðruvísi en viðmiðunarverð LS en fyrirtækið hækkar verðskrá sína um 6.5% frá 2006 auk sérstakrar 4 kr. hækkunar á E flokk.
17 flokkar dilkakjöts af 30 eru hærri en viðmiðunarverð LS: E1 (+7 kr), E2(+7 kr), E3(+17 kr), E3+(+7 kr), U1 (+4 kr), U2 (+4 kr), U3 (+13 kr), U3+ (+3kr), R1 (+5 kr), R2 (+7kr), R3 (+5 kr) R3+ (+14 kr), O3 (+2 kr), O3+ (+8 kr), P3 (+73 kr), P3+ (+63 kr) og P4 (+36 kr) 

Ágætur júlímánuður

| .

Nú liggja fyrir tölur um sölu á kindakjöti í júlímánuði. Alls seldust tæp 540 tonn af kjöti í mánuðinum, þar af rúm 525 af dilkakjöti. Söluaukning miðað við sama mánuð í fyrra er 3.5%. Sé miðað við sama ársfjórðung og í fyrra þ.e. maí-júlí 2007 borið saman við sömu mánuði 2006 er aukningin meiri eða 6.3%. Hinsvegar er um 2.6% samdrátt að ræða ef síðustu 12 mánuðir eru bornir saman við næstu 12 mánuði þar á undan (ágúst 2006-júlí 2007 borið saman við ágúst 2005-júlí 2006).

Nýr formaður fyrir vestan

| .

Þorvaldur H. Þórðarson á Stað í Súgandafirði hefur tekið við formennsku í deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi Vestfjarða. Hann tekur við af Karli Kristjánssyni á Kambi í Reykhólasveit.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar