Camilla fær ær og hrút í afmælisgjöf

| .

Camilla eiginkona Karls Bretaprins átti 60 ára afmæli fyrir skömmu.  Afmælisgjöf Karls til hennar vakti nokkra athygli en hann gaf henni meðal annars ær og hrút á fæti.  Camilla er sögð vera afar ánægð með gjöfina en þau hjón eru bæði áhugamenn um varðveislu sjaldgæfra afbrigða húsdýra en mörg afbrigði eins og t.d. Cotswold fé sem áður voru algeng á Bretlandseyjum eru nú orðin sjaldgæf sjón þar í landi.

Lambakjöt til Kanada?

| .

Yfirvöld í Kanada hafa fallist á að leyfa innflutning á íslensku lambakjöti til landsins, að sögn Jóns Gíslasonar, forstjóra Landbúnaðarstofnunar. „Ef íslenskir lambakjötsframleiðendur hafa áhuga á að sækja inn á Kanadamarkað þá geta þeir það," segir Jón. Þetta þýðir að Vestur-Íslendingar í Gimli, og annars staðar í Kanada, geta nú loksins keypt sér íslenskt lambakjöt.


Ekki góðgerðastarfsemi

| .

Egill Helgason skrifar á blogg sitt pistil um samþjöppun á matvörumarkaði og þróun hennar í Evrópu.  Hann segir þar meðal annars:

"Stöðugt meiri kröfur um lágt verð hafa líka sínar afleiðingar. Reglan í þessu viðskiptaferli virðist vera sú að einungis tveir aðilar megi hagnast: Eigendur stórverslananna sem græða á tá og fingri, deila og drottna yfir markaðnum, og að vissu leyti neytandinn sem vill borga lágt verð.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar