Útflutningsskylda staðfest

| .

Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra hefur staðfest óbreytta tillögu Bændasamtakanna um útflutningsskyldu á dilkakjöti 2007-2008.

SS birtir verðskrá 2007

| .

Sláturfélag Suðurlands hefur á vef sínum birt verðlista til bænda vegna haustslátrunar 2007.  Samkvæmt listanum greiðir SS samkvæmt viðmiðunarverði LS en býður 4 kr. ábót á kílóverð í flokkum E2 og E3.  Fyrirtækið tekur fram að það muni greiða eins og best gerist hjá öðrum stórum sláturleyfishöfum og áskilur sér rétt til endurskoða verðskrána eftir þörfum.

Meira af kjötsölu

| .

17. júlí sl. birtust hér á vefnum upplýsingar um kindakjötsölu í júní þar sem farið var yfir kindakjötssölu í heild í mánuðinum.  Tölurnar yfir dilkakjöt eingöngu eru þannig fyrir júní að þá seldust rúm 462 tonn sem er 3% meira en í sama mánuði í fyrra.  Miðað við sama ársfjórðung í fyrra (apríl - júní) er þetta 7.5% söluaukning en miðað við síðustu 12 mánuði (júlí 2006-júní 2007) er salan 4.2% minni borið saman við júlí 2005-júní 2006.

Camilla fær ær og hrút í afmælisgjöf

| .

Camilla eiginkona Karls Bretaprins átti 60 ára afmæli fyrir skömmu.  Afmælisgjöf Karls til hennar vakti nokkra athygli en hann gaf henni meðal annars ær og hrút á fæti.  Camilla er sögð vera afar ánægð með gjöfina en þau hjón eru bæði áhugamenn um varðveislu sjaldgæfra afbrigða húsdýra en mörg afbrigði eins og t.d. Cotswold fé sem áður voru algeng á Bretlandseyjum eru nú orðin sjaldgæf sjón þar í landi.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar