Salan síðustu 12 mánuði

| .

Þegar skoðaðar eru betur sölutölur síðustu mánaða kemur í ljós að kindakjötið gefur heldur eftir en svína og alifuglakjöt er í aukningu. Miðað við síðust tólf mánuði þá hefur kindakjötssala dregist saman um 7% á meðan svínakjötsala hefur aukist um 10,7% og alifuglakjöt um 8,6%. Heildarmagn af seldu kjöti hefur aukist um 3,1%.

Sölutölur í mars

| .

Nú eru komnar sölutölur fyrir mars. Kindakjötssala var tæp 491 tonn og var þar af sala á dilkum tæp 392 tonn. Er þetta samdráttur í sölu frá fyrra ári um 10,4%. Ef litið er til fyrstu þriggja mánaða ársins þá er salan í ár svipuð og hún var árið 2004 og 2005. Á meðfylgjandi mynd sést salan það sem af er árinu á dilkakjöti í samanburði við síðustu sex árin á undan. Nánar verður síðan fjallað um söluna á næstu dögum.

Bændablaðið - nýr vefur

| .

Nýr vefur Bændablaðsins, www.bbl.is, hefur litið dagsins ljós á Netinu. Þar verður fjallað um það helsta, sem er að gerast í íslenskum og erlendum landbúnaði og einnig verður fjallað um málefni landsbyggðarinnar.

Frábær árshátíð

| .

gudni.jpgHátt í 300 manns mættu á árshátíð LS á föstudaginn. Árshátíðin var haldin í Súlnasal Hótel Sögu. Árshátíðarnefndin sem skipuð var Jóni Sigmari Sigmarssyni Desjamýri, Sigríði Jónsdóttur Arnarholti, Þóru Sif Kópsdóttur Ystu-Görðum og Agnari H. Gunnarssyni Miklabæ á hrós skilið fyrir sitt framlag.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar