Enn skal reynt

| .

lamb_i.jpgÞað kemur fram í Morgunblaðinu í dag að Hagar ætla gera aðra tilraun til að fá heimild til innflutnings á nýsjálensku lambakjöti. Eins og kunnugt er hafnaði Guðni Ágústsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, beiðni frá Högum þar um fyrir skömmu.
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segist vongóður um að nýr landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, beiti sér í ríkari mæli með hagsmuni neytenda í huga.

Innflutningur á lambakjöti

| .

Fram hefur komið í fréttum að Aðföng og Ferskar kjötvörur  hafa sótt um að flytja inn lambakjöt frá Nýja Sjálandi. Í viðtali við framkvæmdastjóra Aðfanga í fréttum á RÚV kom fram að þrátt fyrir neitun þá yrði áfram unnið að því að fá þennan innflutning samþykktan. Framkvæmdastjórinn taldi Nýsjálenska lambakjötið verða um 20% ódýrara heldur en það íslenska.

Góð sala í apríl

| .

sala_utfl_nokkur_ar_20168_image001.gifSalan á dilkakjöti í apríl var mjög góð miðað við síðustu mánuði og hefur ekki verið meiri í apríl mánuði á þessari öld. Alls jókst salan milli mánaða um 8,6% og gerir það 14% aukningu á ársfjórðungi. Sala síðustu tólf mánaða er þó enn tæplega 7% undir fyrri 12 mánuðum. Uppsöfnuð sala hvers árs frá 2001 til 2007 má sjá á grafinu hér að neðan. Til að sjá grafið í fullri stærð er hægt að smella á það.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar