Að loknum aðalfundi

| .

Nú er aðalfundi L.s. lokið og má segja að hann hafi tekist í alla staði vel. Unnið var markvisst í nefndum og skiluðu þær af sér góðum tillögum sem síðan var fjallað um á fundinum. Töluverðar umræður urðu um einstakar tillögur. Hér er hægt að sjá þær 18 tillögur sem voru afgreiddar á fundinum. Ályktanir og afgreiðslur

Ný heimasíða

| .

Í dag opnar ný heimasíða hjá Landssamtökum sauðfjárbænda. Slóðin á síðuna er www.saudfe.is.  Síðunni er ætlað að verða vettvangur fyrir sauðfjárbændur til að skiptast á skoðunum og koma sínum hugarefnum á framfæri.

Aðalfundur LS

| .

Aðalfundur Landssamtök Sauðfjárbænda var settur í dag í Bændahöllinni við Hagatorg. Hér til hliðar má finna hlekk inná heimasvæði fundarins. Einnig er hægt að sjá drög að dagskrá fundarins hér. Dagskrá aðalfundar

Lambhrútaskrá LbhÍ á vefnum

| .

lambhrutur.jpgÍ tilefni 50 ára afmælis afkvæmarannsókna á Hesti er búið að gefa út lambhrútaskrá Landbúnaðarháskóla Íslands yfir þá hrúta sem nú eru í afkvæmaprófun. Undanfarin ár hefur lambhrútaskrá verið gefin út og höfð til upplýsinga fyrir gesti og gangandi í kennslu- og rannsóknafjárhúsum LbhÍ að Hesti en nú hefur lambhrútaskráin verið gefin út á vefnum og því aðgengileg öllum. Veturinn 2006/2007 voru 19 lambhrútar í notkun og þar af voru 12 í afkvæmarannsókn.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar