Stjórnarfundur - útflutningsskylda 2007

| .

Föstudaginn 8. júní var stjórnarfundur hjá LS. Meðal þess sem lá fyrir fundinum var kynning á tillögu frá Markaðsráði um útflutningshlutfallið fyrri haustið 2007. Eftirfarandi er tillagan sem síðan fer til BÍ og þaðan til Landbúnaðarráðherra sem endanlega tekur afstöðu til þess hvert útflutningshlutfallið verður.

Brautskráning frá LbhÍ

| .

brautskraning2007lbhi.jpgÞann 1. júní  brautskráðust 38 nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Athöfnin fór fram í Reykholtskirkju en þegar henni lauk var gestum, nemendum og aðstandendum boðið til kaffisamsætis í Ásgarði á Hvanneyri.  Alls stunduðu 237 nemendur nám í Landbúnaðarháskóla Íslands skólaárið 2006/07.

Enn skal reynt

| .

lamb_i.jpgÞað kemur fram í Morgunblaðinu í dag að Hagar ætla gera aðra tilraun til að fá heimild til innflutnings á nýsjálensku lambakjöti. Eins og kunnugt er hafnaði Guðni Ágústsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, beiðni frá Högum þar um fyrir skömmu.
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segist vongóður um að nýr landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, beiti sér í ríkari mæli með hagsmuni neytenda í huga.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar