Bændablaðið - nýr vefur

| .

Nýr vefur Bændablaðsins, www.bbl.is, hefur litið dagsins ljós á Netinu. Þar verður fjallað um það helsta, sem er að gerast í íslenskum og erlendum landbúnaði og einnig verður fjallað um málefni landsbyggðarinnar.

Frábær árshátíð

| .

gudni.jpgHátt í 300 manns mættu á árshátíð LS á föstudaginn. Árshátíðin var haldin í Súlnasal Hótel Sögu. Árshátíðarnefndin sem skipuð var Jóni Sigmari Sigmarssyni Desjamýri, Sigríði Jónsdóttur Arnarholti, Þóru Sif Kópsdóttur Ystu-Görðum og Agnari H. Gunnarssyni Miklabæ á hrós skilið fyrir sitt framlag.

Að loknum aðalfundi

| .

Nú er aðalfundi L.s. lokið og má segja að hann hafi tekist í alla staði vel. Unnið var markvisst í nefndum og skiluðu þær af sér góðum tillögum sem síðan var fjallað um á fundinum. Töluverðar umræður urðu um einstakar tillögur. Hér er hægt að sjá þær 18 tillögur sem voru afgreiddar á fundinum. Ályktanir og afgreiðslur

Ný heimasíða

| .

Í dag opnar ný heimasíða hjá Landssamtökum sauðfjárbænda. Slóðin á síðuna er www.saudfe.is.  Síðunni er ætlað að verða vettvangur fyrir sauðfjárbændur til að skiptast á skoðunum og koma sínum hugarefnum á framfæri.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar