Sauðfjárbændafundur í Tunguseli 31. ágúst

| .

Stjórn félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu boðar til almenns félagafundar í félagsheimilinu Tunguseli fimmtudaginn 31. ágúst nk. kl. 14:00.

Til umræðu á fundinum er sú alvarlega staða sem blasir við sauðfjárbændum í kjölfar mikilla verðlækkana á kindakjöti fyrir komandi sláturtíð. 

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, mætir á fundinn og fer yfir stöðu sláturfélagsins. Fulltrúi frá Landssamtökum sauðfjárbænda kemur og fer yfir samningaviðræður sem staðið hafa yfir við stjórnvöld til að bregðast við aðsteðjandi vanda.

Vonumst til að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum
Stjórnin

Opinn fundur um stöðu og málefni sauðfjárbænda

| .

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði boða hér með til opins umræðufundar um stöðu og málefni sauðfjárbænda um þessar mundir. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi miðvikudaginn 30. ágúst nk. klukkan 20:00.

Framsögu munu hafa

-        Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa

-        Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda

-        Sigríður Ólafsdóttir, ráðunautur á rekstrarsviði RML

Sveitarstjórnarfólki af svæðinu, fulltrúum SSNV, þingmönnum norðvestur kjördæmis og fleiri ráðamönnum hefur einnig verið boðið á fundinn.

Allir sauðfjárbændur hvattir til að mæta, láta rödd sína heyrast og koma sínum skoðunum á framfæri.

Félag sauðfjárbænda í Skagafirði
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda

Umræðufundur sauðfjárbænda á Austurland

| .

Félagsheimilið Arnhólsstöðum í Skriðdal

Þriðjudagurinn, 29. ágúst.

Klukkan: 20:00

Framsaga frá Landssamtökum Sauðfjárbænda

Framsaga frá Bændasamtökum Íslands 

Fulltrúum sláturleyfishafa (Norðlenska, KS og Sláturfélags Vopnfirðinga) hefur verið boðið að koma á fundinn og ræða birgðastöðu, afurðaverð, markaðssetningu og samskipti við verslunina.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar