Opinn fundur um eftirlistkerfi MAST

| .

Matvælastofnun heldur fund um eftirlitskerfi stofnunarinnar kl. 9-12 þriðjudaginn 14. mars á Akureyri og föstudaginn 17. mars í Reykjavík. Fundurinn er öllum opinn en er sérstaklega ætlaður matvælaframleiðendum sem stofnunin hefur eftirlit með, bændum sem og fyrirtækjum, til að fara yfir framkvæmd eftirlits, eftirfylgni og birtingu niðurstaðna úr eftirliti.

Á fundinum verður fjallað um uppbyggingu og nýlegar breytingar á skoðunarhandbókum Matvælastofnunar og áhættuflokkun fyrirtækja. Farið verður yfir forsendur og framkvæmd eftirlits og frammistöðuflokkun Matvælastofnunar á fyrirtækjum út frá niðurstöðum eftirlits. Verklag stofnunarinnar við beitingu þvingunar- og refsiúrræða verður kynnt, ásamt upplýsingagjöf út á við um niðurstöður eftirlits og aðgerðir Matvælastofnunar.

Dagskrá
09:00 – 10:00    Skoðunarhandbækur Matvælastofnunar – Jón Ágúst Gunnlaugsson
10:00 – 10:25    Áhættuflokkun fyrirtækja – Jónína Stefánsdóttir
10:25 – 10:40    Hlé
10:40 – 10:55    Frammistöðumat á fyrirtækjum – Jón Ágúst Gunnlaugsson
10:55 – 11:40    Eftirfylgni og beiting þvingunar- og refsiúrræða – Ástfríður Sigurðardóttir
11:40 – 12:00    Birting á niðurstöðum eftirlits – Jón Ágúst Gunnlaugsson

Fundargestum gefst kostur á að koma spurningum sínum á framfæri og taka þátt í umræðum. Þátttakendur þurfa ekki að skrá sig og er þátttakan þeim að kostnaðarlausu.

Fundurinn á Akureyri er þriðjudaginn 14. mars kl. 9:00 – 12:00 hjá Hótel KEA að Hafnarstræti 87-89. Fundurinn í Reykjavík er föstudaginn 17. mars kl. 9:00 – 12:00 hjá Markaðsstofu Matvælastofnunar að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði stofnunarinnar að norðanverðu (Grafarvogsmegin).

Tilkynning frá FSS

| .

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Skagafirði verður haldinn að Löngumýri þriðjudaginn 7. mars kl. 20.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Á fundinn mæta formaður LS, Þórarinn Ingi Pétursson, stjórnarmaður BÍ, Einar Ófeigur Björnsson og Ágúst Andrésson frá kjötafurðastöð KS. Einnig mætir Gunnar Þórarinsson, stjórnarmaður Ístex.
Óskað er eftir að tillögur sem leggja á fyrir aðalfund berist stjórn FSS eigi síðar en tveim dögum fyrir fundinn.
Fyrirhuguð vorferð félagsins verður farin 8. apríl.
Félagar fjölmennið.
Stjórn FSS

Tilkynning frá FSS

| .

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda á Suðurfjörðum 2017 verður haldinn í hlöðunni að Karlsstöðum þriðjudaginn 7. mars, næstkomandi og hefst kl. 12:00.
Dagskrá fundarins:

1. Gestur fundarins, formaður LS, Þórarinn Ingi Pétursson

2. Hlé – Súpa og brauð á 1.400 kr.

3. Venjuleg aðalfundarstörf, kosning 2 aðalmanna í stjórn og fulltrúa á aðalfund LS.

4. Veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt

Fundi slitið kl. 15:00

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar