Áherslur Landssamtaka sauðfjárbænda varðandi aðgerðir vegna bráðavanda sauðfjárræktarinnar.

| .

Landssamtök sauðfjárbænda fagna því að komnar eru fram fyrstu aðgerðir Ríkisstjórnar gagnvart þeim forsendubrest sem varð á rekstrargrundvelli sauðfjárbúa þegar afurðaverð til bænda lækkaði um 32% í haust.

Samtökin lögðu ítrekað áherslu á við stjórnvöld að beinar aðgerðir núna beindust fyrst og fremst að þeirri tekjuskerðingu sem framleiðendur hafa þegar orðið fyrir. Sú skerðing er óháð búsetu og í beinu samhengi við framleiðslu.

Í tengslum við þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að ráðast í vegna rekstrarvanda sauðfjárræktarinnar er rétt að benda á það að kjörnir fulltrúar Landssamtaka sauðfjárbænda sendu frá sér eftirfarandi ályktun um aðgerðir vegna vanda sauðfjárræktarinnar á aukafundi LS sem haldinn var 19. September.

Bændur eigi kost á greiðslum sem miðist við innlögð kg dilkakjöts á árinu 2017. Markmið þessara aðgerða væri að koma í veg fyrir hrun í greininni og stórfellda byggðaröskun. Skilyrði fyrir þessum greiðslum verði m.a. að viðkomandi framleiðandi búi á lögbýli og hafi fleiri en 100 vetrarfóðraðar kindur samkvæmt skráningu Matvælastofnunar haustið 2016. Þetta yrði einskiptisaðgerð og hugsuð til að bæta að hluta kjaraskerðingu sem er tilkomin vegna lækkunar á afurðaverði haustsins 2017. Aðgerðin verði fjármögnuð með sérstöku 650 m.kr. framlagi ríkisins.

Landssamtök sauðfjárbænda styðja það heilshugar að unnin verði vönduð úttekt á allri virðiskeðjunni í sauðfjárrækt frá bónda til neytenda, enda greining sem er mikilvægur liður fyrir framtíðarlausnir. Í framhaldinu er nauðsynlegt að fara í frekari vinnu til að styrkja ramman utan um greinina svo henni séu boðin lífvænleg skilyrði. Það er ekki boðlegt til framtíðar að treysta þurfi á sértækar aðgerðir þegar fall verður á mörkuðum vegna utanaðkomandi aðstæðna með tilheyrandi óvissu um aðgerðir.

Hér má nálgast tilkynninguna á pdf formi

Prjónakerling, gærukollur, Fræðasetur um forystufé og Wetland hlutu viðurkenningu

| .

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, afhenti þriðjudaginn 12. desember viðurkenninguna Icelandic Lamb Award of Excellence 2017. Eru verðlaunin til þeirra sem hafa skarað fram úr í handverki og hönnun úr sauðfjárafurðum. Við athöfn í listamiðstöðinni Mengi í Reykjavík hlutu fjórir viðurkenningar, en þeir eru:

  • Hélène Magnússon fyrir Prjónakerlingu. 
  • Sigurður Már Helgason fyrir gærukollinn Fuzzy. 
  • Fræðasetur um forystufé.
  • Hönnunarmerkið WETLAND.
Handhafar Icelandic Lamb Award of excellance 2017 fyrir handverk og hönnun ásamt ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar