Sala á kindakjöti 2017

| .

Nú liggja fyrir hjá MAST upplýsingar um sölu á kindakjöti árið 2017. 

Sala á kindakjöti innanlands var 6.976 tonn sem er aukning um 234 tonn milli ára eða 3,5%.

Þar af er sala á lambakjöti innanlands 6.202 tonn sem er aukning um 129 tonn milli ára eða 2,1%.

Mynd 2 sala innanlands

Stuðningsgreiðslur vegna kjaraskerðingar

| .

Nú er búið að gefa út reglugerð með hvaða hætti viðbótarfjármagni vegna bráðavanda sauðfjárbænda verður úthluthað.

Stuðningsgreiðslur vegna kjaraskerðingar.
Til að draga úr kjaraskerðingu fá framleiðendur stuðningsgreiðslur á árinu 2018 fyrir dilkakjötframleiðslu ársins 2017. Um einskiptisaðgerð er að ræða til að bæta að hluta kjaraskerðingu sauðfjárbænda. Til þessa verkefnis verður varið 400 milljónum króna samkvæmt fjáraukalögum 2017.
Rétthafar greiðslu eru þeir framleiðendur sem uppfylla ákvæði 3. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt, hafa átt 151 vetrarfóðraðar kindur eða fleiri á haustskýrslu 2016 í Bústofni og eru innleggjendur dilkakjöts í afurðastöð á framleiðsluárinu 2017. Greiðslur miðast við innlagt dilkakjöt á framleiðsluárinu 2017 og deilist heildarstyrkupphæð á allt innlagt dilkakjöt þeirra innleggjanda sem eiga rétt á greiðslum samkvæmt ofangreindum skilyrðum. Matvælastofnun annast umsýslu greiðslunnar.

Viðbótargreiðsla vegna svæðisbundins stuðnings árið 2018.
Viðbótargreiðsla vegna svæðisbundins stuðnings skal skiptast á milli framleiðenda sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings á árinu 2017 samkvæmt ákvæðum þágildandi reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt. Til þessa verkefnis verður varið 150 milljónum króna samkvæmt fjáraukalögum 2017. Matvælastofnun annast umsýslu greiðslunnar.

Hér má nálgast reglugerðina

Úthlutun fjármuna vegna bráðavanda sauðfjárbænda

| .

Komið sæl öll

Mikil umræða hefur farið fram hér á fésbókinni um þá fjármuni sem ríkisstjórn íslands ákvað að úthluta vegna bráðavanda sauðfjárbænda. Vegna þessarar umræðu vilja Landssamtök sauðfjárbænda koma eftirfarandi á framfæri.

Samtökin hafa fylgt eftir ályktun aukafundar samtakanna sem haldinn var í september. Þar var mörkuð sú stefna að möguleg aðkoma hins opinbera sem fælist í beinum stuðningi, vegna tekjufalls greinarinnar ætti að miða við framleiðslu þ.e. greitt á kg á öll bú með 100 kindur eða fleiri. Það ber að hafa í huga að þegar það mark var sett höfðu þegar komið fram áherslur fyrri ráðherra um aðgerðir en hann setti markið við 150 kinda þröskuld. Ráðherra hafði einnig komið því skýrt á framfæri að ekki væri pólitískur stuðningur við það að dreifa þessum greiðslum til annarra en þeirra bænda sem hefðu verulegan hluta af afkomu sinni af sauðfjárrækt.

Á aukafundinum þegar þessi ákvörðun var tekin var enginn ágreiningur meðal 38 fulltrúa um þennan 100 kinda þröskuld. Þessari stefnu höfum við fylgt eftir í öllu samtali við stjórnvöld og gert okkar besta til að beina stuðningnum í þennan farveg. Vegna þrýstings frá samtökunum náðist að draga úr mismunun bæði hvað varðar mismunun á milli svæða í gegnum svæðisbundinn stuðning og eins varðandi bústærð. Í framhaldinu hafa samtökin einnig lagt áherslu á að greiðslur miðuðust við innlögð kg haustsins 2017 og ásetning sl vetrar (þ.e. 2016-2017). Með því móti væri ekki verið að hegna þeim sem tóku ákvörðun um fækkun í haust.

Það er mikið í húfi fyrir sauðfjárbændur og hinar dreifðu byggðir að greinin vinni sig sem hraðast út úr þeirri djúpu kreppu sem hún er í. Það hlýtur að vera metnaðarmál greinarinnar númer eitt að bjóða upp á góða vöru sem stendur að sem mestum leiti óstudd undir framleiðslukostnaði á forsendum gæða og eigin verðleika. Til þess þurfum við að fara í rækilega naflaskoðun. Skoða verðmyndunarferlið niður í kjölinn, nýta alla hagræðingarmöguleika og sækja fram hvað varðar vöruþróun. Þetta er verkefni sem við bændur þurfum að einhenda okkur í sameinuð og í samvinnu við alla sem að því þurfa að koma.

Fyrir hönd stjórnar LS

Oddný Steina Valsdóttir, Formaður

Hér má lesa samþykktar tillögur frá aukafundi LS

Hér má lesa umsögn LS varðandi Fjáraukalög 2017

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar