Sauðfjárbændur samþykkja sérstaka neytendastefnu!

| .

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda samþykkti líka Neytendastefnu á fundinum. Íslenskir sauðfjárbændur eru stoltir af því að framleiða hágæða afurðir fyrir opnum tjöldum með umhverfisvænum og náttúrulegum hætti. Þeir telja mikilvægt að neytendur fái réttar og góðar upplýsingar hvar sem þeir kaupa matvörur, hvort sem er í verslunum, á veitingastöðum eða í mötuneytum. Þetta er grunnurinn að heiðarlegri samkeppni og raunverulegu valfrelsi neytenda. Þetta eru sameiginlegir hagsmunir bænda og neytenda. Íslenskir sauðfjárbændur vilja að neytendur viti sem mest um þær afurðir sem bændur leggja alúð við að framleiða í sátt við náttúru og samfélag. Þess vegna setja þeir sér nú neytendastefnu í fyrsta sinn undir yfirskriftinni Okkar afurð – okkar mál. Þessi stefna verður lögð til grundvallar í allri samvinnu bænda við þá sem vinna og selja afurðirnar, almenning, samtök neytenda og stjórnvöld.

Stefnuna í heild má lesa hér í viðhengi. Neytendastefna_sauðfjárbænda.pdf

Bændur ætla að kolefnisjafn allt íslenskt lambakjöt!

| .

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, sem haldinn er í Bændahöllinni við Hagatorg 30. og 31. mars 2017, hefur samþykkt stefnu til ársins 2027. Hún er í tíu liðum og í henni felst meðal annars að kolefnisjafna skuli alla greinina eins fljótt og auðið er. Einnig er stefnt að því að allar afurðir skuli vera rekjanlegar, samtökin sjálf skuli setja sér umhverfisstjórnunarstefnu og svo mætti áfram telja. Stefnan fylgir með í viðhengi. Með þessu eru festar í sessi þær áherslur sem hafa rutt sér til rúms í starfsemi samtakanna og íslenskri sauðfjárrækt á undanförnum misserum og árum. Tilgangurinn er að efla íslenska sauðfjárrækt í sátt við samfélag og náttúru þar sem sérstaða, sjálfbærni, fjölbreytni og verðmætasköpun eru höfð að leiðarljósi.

Víðtæk stefnumótunarvinna var unnin hjá Landssamtökum sauðfjárbænda í aðdraganda búvörusamninga sem undirritaðir voru 19. febrúar 2016. Þessi vinna var nauðsynleg við mótun samningsmarkmiða þar sem sérstök áhersla var lögð á jafnrétti, nýliðun, verðmætasköpun og umhverfismál. Byggt var á eldri stefnu og samþykktum um leið og lagðar voru nýjar áherslur á fjölmörgum sviðum. Að baki liggja úttektir, minnisblöð, skýrslur og vinna bænda, starfsfólks, ráðgjafa og sérfræðinga. Fyrir árið 2027 vilja samtökin ná tíu markmiðum fyrir greinina:
Kolefnisjöfnun
Afurðir án erfðabreytts fóðurs
Vottuð dýravelferð
Rekjanlegar afurðir
Sjálfbærni til framtíðar
Lágmarks umhverfisfótspor
Sanngjörn viðskipti
Vottuð umhverfisstefna
Stefna um samfélagsábyrgð
Alþjóðlega viðurkennd sérstaða
Með þessu eru festar í sessi þær áherslur sem hafa rutt sér til rúms í starfsemi samtakanna og íslenskri sauðfjárrækt á undanförnum misserum og árum. Tilgangurinn er að efla íslenska sauðfjárrækt í sátt við samfélag og náttúru þar sem sérstaða, sjálfbærni, fjölbreytni og verðmætasköpun eru höfð að leiðarljósi. Markmiðunum verður einungis náð með því að hlúa að þeirri einstöku menningu sem tengist sauðfjárrækt um leið og stuðlað er að framþróun, nýsköpun, nýliðun og eflingu byggðar. Bændur eru vörslumenn landsins og vita að sjálfbær nýting auðlinda og virðing fyrir náttúrunni er forsenda farsællar framþróunar lands og byggðar.

Hér að neðan má lesa stefnuna í heild:

Stefna_til_2027.pdf

 

Þórarinn Ingi hættir sem formaður

| .

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, lýsti því yfir í setningarræðu sinni á aðalfundi samtakanna í dag að hann sækist ekki eftir áframhaldandi formennsku. Þórarinn Ingi sagðist vilja einbeita sér að markaðsmálum sem formaður Markaðsráðs kindakjöts og stjórnarformaður Icelandic lamb. Fundurinn var settur á Hótel Sögu í dag.Þórarinn Ingi lýsti því yfir að hann styddi Oddnýju Steinu Valsdóttur varaformann til formennsku.

Þórarinn var kjörinn formaður samtakann árið 2012 og tók við af Sindra Sigurgeirssyni. 

Aðalfundi lýkur á morgun en í hádeginu verða veittar viðurkenningar til veitingastaða og fagráðstefna verður seinni partinn. Árshátíð sauðfjárbænda verður annað kvöld. 

Icelandic lamb bar sigur úr býtum

| .


Auglýsingar á vegum markaðsráðs kindakjöts og Icelandic Lamb voru tilnefndar í 3 flokkum á hinum árlegu FÍT verðlaunum, en verðlaunin eru veitt af Félagi Íslenskra teiknara. Íslenska lambið og auglýsingastofan Jónsson og Le'macks sigarði í flokknum "stafrænar herferðir".  Við hjá landssamtökum sauðfjárbænda óskum markaðsráði kindakjöts og Jónsson og Le'macks til hamingju með sigurinn.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar