Opinn fagráðsfundur 2. Mars

| .

Fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir opnum fagráðsfund föstudaginn 2. mars næstkomandi.  Fundurinn verður haldinn í Bændahöllinni við Hagatorg og hefst klukkan 12.30. 

Markmið fundarins er að kynna helstu verkefnin sem fagráð hefur hvatt áfram að undanförnu og ræða framþróun málefna sem tengjast sauðfjárræktinni.  Kynntar verða rannsóknarniðurstöður, staða verkefna rædd og færðar fréttir af erlendum vetfangi og nýjungum í kynbótum.  Til umfjöllunar verður m.a. verkefni er tengjast gæðum lambakjöts, þróun kynbótamats fyrir þunga lamba, hagnýting erfðamengisúrvals í kynbótum, rannsóknir á öndunarfærasjúkdómum og fósturláti í gemlingum svo eitthvað sé nefnt. 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Dagskrá verður auglýst síðar.

 DSC 0238

Landsýn 2018 - Aukið virði afurða

| .

Landsýn er ráðstefna sem er haldið árlega á vegum Hafrannsóknastofnunar, Háskólans á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslunnar, Matís, Matvælastofnunar og Skógræktarinnar. Í ár er yfirskrift ráðstefnunnar: Aukið virði afurða.

Landsýn a

Fundur í Dalabúð á morgun

| .

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu heldur aðalfund í Dalabúð á morgun 7. febrúar, klukkan 20.30.

Á fundinn mæta Oddný Steina Valdsóttir, formaður LS og Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri og fara yfir starfsemi LS á liðnu ári og stöðu mála.  

Enn tafir á afgreiðslu stuðningsgreiðslna til bænda

| .

Áætlanir Búnaðarstofu um greiðslu á uppgjöri á heildarframlagi til sauðfjárbænda vegna ársins 2017 og fyrstu greiðslu beingreiðslna á árinu 2018 gengu ekki upp.  Frá þessu er greint á heimasíðu MAST.

Hér má lesa fréttatilkynninguna

Starfsfólk Búnaðarstofu gerir sitt besta til að koma þessum greiðslum til skila sem fyrst. Við höfum fengið mikla gagnrýni frá bændum á störf Búnaðarstofu síðustu daga.  Við munum koma þeirri gagnrýni til skila og leita allra leiða til að þessi staði komi ekki upp aftur.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar