Heiða vekur athygli

| .

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir hefur vakið athygli á heimsmeistaramótinu í rúningi sem nú fer fram á Nýja Sjálandi. Heiða, sem keppir ásamt Hafliða Sævarssyni er eina konan í keppninni í ár. Eftir fyrstu umferð situr Heiða nú í 52 sæti, en þess má geta að nýsjálenska féið sem notað er í keppninni er heldur frábrugðið því íslenska. Í byrjun árs flugu Heiða og Hafliði til Nýja Sjálands og unnu þar í tvær vikur hjá rúningsverktaka þar sen þau lærðu rúning samhliða vinnunni. Heiða segir í viðtali á heimasíðu mótsins að hún hafi lært meira á dvöl sinni á Nýja Sjálandi en á þeim 5 árum sem hún hefur rúið kindur. Heiða og Hafliðiði fóru út í byrjun janúar og hefur undirbúningstíminn að mestu farið í að venjast ull shetlandskynsins sem er ekki eins mjúk og sú íslenska. Stutt frétt um Heiðu og þátttöku hennar í mótinu birtist á heimasíðu heimsmeistaramótsins og má lesa hana hér.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með Heiðu og Hafliða keppa í beinni geta gert það í gegnum vefsíðu Maori Television. Útsendingar byrja oftast um 18:45 á Íslenskum tíma (7:45 um morguninn á Nýja Sjálandi) og er dragskrá einnig birt samhliða á síðunni. Stundum getur dagskráinn byrjað á öðrum tíma og er þá gott að miða við að staðartíminn þar er 13 tímum á undan Íslandi.

Hildur Magnúsdóttir frumkvöðull mánaðarins

| .

Atvinnumál kvenna og Svanni-lánatryggingasjóður hefur útnefnt Hildi Magnúsdóttur, frumkvöðul og stofnanda Pure Natura á Sauðárkróki, frumkvöðul febrúarmánaðar. Pure Natura var stofnað í september 2015 og framleiðir vítamín og fæðubótarefni úr innmat og kirtlum úr íslensku sauðfé í bland við villtar íslenskar jurtir.

Á heimasíðu Atvinnumála kvenna segir að næstu skref hjá Pure Natura verði þau að koma vörunum á markað hér á landi og svo í framhaldinu stefnt á útflutning á Bandaríkjamarkað meðfram því að halda áfram með nýsköpun og þróun. „Fyrsta skref okkar í átt að koma vörunum okkar á markað var að stofna áheitareikning á Karolina fund, þar sem fólk getur heitið á okkur og tryggt sér í staðinn vörur úr fyrstu framleiðslulotu fyrirtækisins. En með því að gera þetta getur fólk ekki bara fengið sent heim að dyrum hágæða bætiefni sem styðja við hjarta og æðakerfi, lifrina og gefa aukna orku, á lægra verði en útsöluverð frá okkur verður þegar vörurnar koma á markað, en einnig stutt við íslenska nýsköpun í leiðinni,“ segir Hildur og hvetur fólk til að fara inn á Karolina fund og styðja við verkefnið. „Þetta er allt eða ekkert sjóður og bara nokkrir dagar eftir af verkefninu. Ef markmiðið næst ekki fyrir 10.febrúar detta öll áheit niður dauð.“

Sjá viðtal Atvinnumála kvenna við Hildi HÉR

Fréttin birtist fyrst á heimasíðunni feykir.is

Uppfærsla á gagnagrunnskerfi

| .

16195758 231450507313445 38231979398423942 n

TILKYNNING FRÁ TÖLVUDEILD BÆNDASAMTAKANA 

"Vegna uppfærslu á gagnagrunnskerfi hjá tölvufyrirtækinu Advania verða öll skýrsluhaldskerfi og önnur tölvukerfi Bændasamtakanna og Matvælastofnunar lokuð sunnudaginn 5. febrúar og fram á mánudaginn 6. febrúar. Þessi lokun á ekki við um hýsingu á bóhaldsforritinu dkBúbót."

Þetta hefur þau áhrif að notendur LAMBs Snjallforritsins geta unnið áfram og vistað í snjallforritinu sjálfu en ekki uppfært gögn eða sent á fjárvís meðan á þessari vinnu stendur.

Hætta við vorslátrun

| .

 

Norðlenska hefur ákveðið að bjóða ekki upp á vorslátrun í sláturhúsum sínum á Húsavík og Höfn. Ástæðuna segja þeir vera tvíþætta, annarsvegar séu til nægar birgðir af lambakjöti og hinsvegar hafa afurðir vorslátrunar ekki verið af þeim gæðum að fyrir þær fáist ásættanlegt verð. Vorslátranir hafa því ekki staðið undir sér og við núverandi aðstæður liður í nauðsynlegri hagræðingu að fella þær niður. Líklegt er að svipaðar tilkynningar muni fylgja frá öðrum sláturleyfishöfum og munum við birta þær hér um leið og þær berast.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar