Skil á haustskýrslu fyrir 20. nóvember

| .

Við minnum sauðfjárbændur á að nú er búið að opna fyrir skráningu á haustskýrslum í Bústofn.

Sauðfjárbændur þurfa að skila haustskýrslum til þess að uppfylla skilyrði greiðslna samkvæmt Reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt (1151/2016)

Skilyrði fyrir greiðslum eru:

a) þátttaka í afurðaskýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands með fullnægjandi skilum í samræmi við 4. gr.

b) fullnægjandi skil á haustskýrslu í Bústofn skv. 10. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald.

Framleiðendur sem eru ekki skráðir þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi eða hafa fallið út úr því vegna skilyrða í 4. gr. skulu sækja um þátttöku til Matvælastofnunar á þar til gerðu eyðublaði í rafrænu umsóknarkerfi stofnunarinnar. Umsóknum skal skila eigi síðar en 10. desember fyrir næsta almanaksár sem stuðningsgreiðslur eiga að hefjast.

Hér má fá nánari uppplýsingar

Kolefnisjöfnun íslenskrar sauðfjárræktar

| .

Í dag klukkan 14.00 var haldinn kynningarfundur á vegum Landssamtaka sauðfjárbænda, Icelandic lamb og Umhverfisráðgjafar Ísland þar sem kynnt var skýrsla um Losun gróðurhúsalofttegunda frá sauðfjárbúum á Íslandi og aðgerðir til að draga úr losun.

Kolefnisjöfnun íslenskrar sauðfjárræktar er framsækið umhverfisverkefni sem hefur sjálfstætt umhverfis- og loftslagsgildi en getur einnig að hluta eða í heild verið hluti af framlagi Íslands á alþjóðlegum vettvangi.

Í skýrslunni Losun gróðurhúsalofttegunda frá sauðfjárbúum á Íslandi og aðgerðir til að draga úr losun leggja sérfræðingar Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. mat á kolefnislosun íslenskrar sauðfjárræktar og benda á raunhæfar leiðir til jöfnunar með minnkun losunar eða mótvægisaðgerðum.

Skýrsla Umhverfisráðgjafar Íslands var unnin fyrir Landssamtök sauðfjárbænda í samræmi við stefnumótun sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna 30.-31. mars 2017 þar sem segir að stefna skuli að kolefnisjöfnun greinarinnar eins fljótt og kostur er.

26102017 Skýrsla Umhverfisráðgjafar Íslands um kolefnisfótspor sauðfjárræktarinnar.pdf

Aðgerðaáætlun um kolefnisjöfnun íslenskrar sauðfjárræktar.pdf

Könnun meðal sauðfjárbænda um uppgræðslu og skógrækt.pdf

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar