Sameiginleg yfirlýsing samninganefnda bænda og ríkisins um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar

| .

Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust 20. ágúst sl. Til grundvallar í þeim viðræðum var yfirlýsing frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Bændasamtökum Íslands frá 27. júlí sl.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/07/27/Endurskodun-saudfjarsamnings-flytt/

Samninganefndir ríkis og bænda telja mikilvægt að upplýsa um það að samningum um aðgerðir er varða sláturtíðina í haust verður ekki lokið fyrir 1. september eins og krafa bænda hefur staðið til.

Viðræðum verður haldið áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings sbr. áðurnefnda yfirlýsingu frá 27. júlí sl. og aðilar eru sammála um að hraða þeirri vinnu eins og kostur er.

Verðskrár

| .

Nú eru verðskrár haustsins að koma fram.

Norðlenska birti verðskrá sína 21. júní.  Hana má náglast hér

Fjallalamb birti verðskrá sína 9. ágúst.  Hana má nálgast hér.

SKVH birti verðskrá fyrir sumarslátrunnar 14. ágúst.  Hana má nálgast hér.

SAH birti verðská sína 20. ágúst.  Hana má nálgast hér.

Opinn félagsfundur í Félagi sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu

| .

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu

Opinn félagsfundur í Félagi sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu verður haldinn að Laugalandi í Holtum mánudaginn 13. ágúst kl.20:00.

Gestur fundarinns verður Haraldur Benediktsson bóndi og alþingismaður og mun hann kynna okkur tillögur samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Tillögur samráðshópsins eru aðgengilegar inn á vef atvinnuvegaráðuneytisins.  Þær má lesa hér.

Fundurinn er opinn öllum.

Fyrir hönd stjórnar Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu

Erlendur Ingvarsson

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar