Print

Afurðverð 2018

| .

Hér er yfirlit yfir afurðaverð allra sláturleyfishafa haustið 2018.

Afurðaverð

Í töflunni hér að ofan má sjá reiknuð meðalverð hvers sláturleyfishafa og meðaltal fyrir landið allt.  Útreikingarnir byggja á landsmeðaltali í vikum 34-45. Vægi einstakra vikna í verðinu byggir á sláturmagni á landinu öllu og sömuleiðis kjötmati á landinu öllu eftir einstökum vikum haustið 2017. Vægi afurðastöðva í landsmeðaltali er síðan eftir hlutdeild þeirra í slátrun á tímabilinu í heild. Raunverð sem einstakar afurðastöðvar greiða er síðan breytilegt, enda er niðurstaða kjötmats hjá hverri fyrir sig ekki sú sama og landsmeðaltalið, né heldur sláturmagn í einstökum vikum. Af sömu ástæðum er meðalverð sem einstakir bændur fá líka breytilegt. Allir bændur eru hvattir til að reikna út afurðaverð skv. forsendum þeirra bús, en LS telur útreikninga gefa eins góða mynd og hægt er af meðalverði útfrá forsendum sauðfjárframleiðslunnar í heild.

Print

Sameiginleg yfirlýsing samninganefnda bænda og ríkisins um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar

| .

Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust 20. ágúst sl. Til grundvallar í þeim viðræðum var yfirlýsing frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Bændasamtökum Íslands frá 27. júlí sl.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/07/27/Endurskodun-saudfjarsamnings-flytt/

Samninganefndir ríkis og bænda telja mikilvægt að upplýsa um það að samningum um aðgerðir er varða sláturtíðina í haust verður ekki lokið fyrir 1. september eins og krafa bænda hefur staðið til.

Viðræðum verður haldið áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings sbr. áðurnefnda yfirlýsingu frá 27. júlí sl. og aðilar eru sammála um að hraða þeirri vinnu eins og kostur er.

Print

Verðskrár

| .

Nú eru verðskrár haustsins að koma fram.

Norðlenska birti verðskrá sína 21. júní.  Hana má náglast hér

Fjallalamb birti verðskrá sína 9. ágúst.  Hana má nálgast hér.

SKVH birti verðskrá fyrir sumarslátrunnar 14. ágúst.  Hana má nálgast hér.

SAH birti verðská sína 20. ágúst.  Hana má nálgast hér.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar