Print

Stuðningsgreiðslur til sauðfjárbænda

| .

Búnaðarstofa MAST hefur gefið frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Búnaðarstofa Matvælastofnunar vonast til að hægt verði að ganga frá ársuppgjöri stuðningsgreiðslna til sauðfjárbænda fyrir árið 2017 í dag 1. febrúar. Í ársuppgjöri verða greiðslur til framleiðenda leiðréttar í samræmi við raunverulega framleiðslu ársins 2017 og vegna annarra breytinga á forsendum heildargreiðslna, svo sem ef þeir standast ekki skilyrði fyrir álagsgreiðslu í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Ef bú uppfyllir ekki skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum er Matvælastofnun heimilt að endurkrefja nýjan framleiðanda um allar ofgreiddar stuðningsgreiðslur fyrir búið ef skipt hefur verið um handhafa á árinu. Þá er rétt að vekja athygli á því að ef handhafaskipti eru ekki tilkynnt til Matvælastofnunar með réttum hætti áður en lokauppgjör fer fram þá ber Matvælastofnun ekki að endurkrefja fyrri handhafa um ofgreiddar stuðningsgreiðslur fyrir búið.

Print

Öflun og hagnýting rekstrargagna á sauðfjárbúum

| .

Hvetjum bændur til að kynna sér þetta verkefni. Afar gagnlegt að fá þessa greiningu fyrir sitt bú og ekki síður samanburðinn við önnur bú. Vonandi sjá fleiri ástæðu til þess að taka þátt í ár. Landssamtök sauðfjárbænda höfðu mikið gagn af þeim niðurstöðum sem fengust úr þessu verkefni á síðasta ári. Þær upplýsingar skiptu miklu máli í samtali okkar við stjórnvöld. Við viljum sjá þetta verkefni eflast enn frekar og hvetjum bændur til þátttöku.

https://www.rml.is/is/starfsemi/frettir/oflun-og-hagnyting-rekstrargagna-a-saudfjarbuum

Print

Sala á kindakjöti 2017

| .

Nú liggja fyrir hjá MAST upplýsingar um sölu á kindakjöti árið 2017. 

Sala á kindakjöti innanlands var 6.976 tonn sem er aukning um 234 tonn milli ára eða 3,5%.

Þar af er sala á lambakjöti innanlands 6.202 tonn sem er aukning um 129 tonn milli ára eða 2,1%.

Mynd 2 sala innanlands

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar