Print

Opinn félagsfundur í Félagi sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu

| .

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu

Opinn félagsfundur í Félagi sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu verður haldinn að Laugalandi í Holtum mánudaginn 13. ágúst kl.20:00.

Gestur fundarinns verður Haraldur Benediktsson bóndi og alþingismaður og mun hann kynna okkur tillögur samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Tillögur samráðshópsins eru aðgengilegar inn á vef atvinnuvegaráðuneytisins.  Þær má lesa hér.

Fundurinn er opinn öllum.

Fyrir hönd stjórnar Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu

Erlendur Ingvarsson

Print

Fréttir af formannafundi

| .

Formannafundur Landssamtaka sauðfjárbænda var haldinn í Bændahöllinni 31. júlí.  Tilefni fundarins var að ræða framkomnar tillögur Samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga.  Haraldur Benediktsson annar formaður nefndarinnar mætti á fundinn og fór yfir tillögur samráðshópsins. 

Nú þegar samráðhópurinn hefur skilað tillögum til ráðherra fara í gang viðræður samninganefndar ríkis og bænda. Í þeim viðræðum mun LS leggja áherslur á að farið verði í bráðaaðgerðir fyrir haustið á grunni þeirra tillagna sem samþykktar voru á aðalfundi LS í vor.

Það er von LS að samninganefnd ríkis og bænda hefji störf sem fyrst og leggi sig fram við að koma eins fljótt og auðið er skýrum skilaboðum til bænda varðandi aðgerðir fyrir haustið.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar