Print

Aðalfundur 2018

| .

Helstu niðurstöður frá aðalfundi eru komnar inn á vefinn.  Fundargerð er enn í vinnslu og kemur inn síðar.

Fundargögn má skoða hér.

Fjölmargar tillögur voru samþykktar á fundinum og er hægt að nálgast þær hér.

Kosið var um stjórnarmenn í Norðaustur- og Suðurhólfi.  Báðir stjórnarmenn fengu endurkjör.  Þeir eru í Norðausturhólfi: Böðvar Baldursson og í Suðurhólfi: Trausti Hjálmarsson.  Í varstjórn voru kosnir Einar Guðmann Örnólfsson, Sigurður Þór Guðmundsson og Erlendur Ingvarsson.

Kosið var um tvo fulltrúa á Búnaðarþing en formaður, Oddný Steina Valsdóttir, er sjálfkjörinn.  Núverandi Búnaðarþingsfulltrúar hlutu endurkjör.  Þeir eru: Þórarinn Ingi Pétursson og Jóhann Ragnarsson.  Varamenn eru Sigurður Þór Guðmundsson og Þórhildur Þorsteinsdóttir.

Print

Öflugar sölutölur í febrúar

| .

Nú eru komnar sölutölur fyrir febrúar 2018.  Ef horft er á heildar kjötsölu yfir 12 mánuði er aukning um 5,9% yfir allar kjöttegundir.  Kindakjöt er með 5,7% aukningu og er með 25,1 % hlutdeild af markaðnum.  Við erum að sjá öfluga sölu á innanlandsmarkaði síðustu mánuði.

Kjötborð

Svona leit kjötborðið út hjá Krónunni í Mosfellsbæ 26. mars.

Print

Aðalfundur LS og Árshátíð

| .

Aðalfundur LS verður haldinn dagana 5-6. apríl í Bændahöllinni við Hagatorg.  Árshátíð LS verður haldin föstudagskvöldið 6. apríl.  Uppselt er á árshátíðina en tekið á móti miðapöntunum á biðlista.

Hér má sjá dagskrá aðalfundar:

LS Dagskrá aðalfundar

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar