Prjónakerling, gærukollur, Fræðasetur um forystufé og Wetland hlutu viðurkenningu
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, afhenti þriðjudaginn 12. desember viðurkenninguna Icelandic Lamb Award of Excellence 2017. Eru verðlaunin til þeirra sem hafa skarað fram úr í handverki og hönnun úr sauðfjárafurðum. Við athöfn í listamiðstöðinni Mengi í Reykjavík hlutu fjórir viðurkenningar, en þeir eru:
- Hélène Magnússon fyrir Prjónakerlingu.
- Sigurður Már Helgason fyrir gærukollinn Fuzzy.
- Fræðasetur um forystufé.
- Hönnunarmerkið WETLAND.

Handhafar Icelandic Lamb Award of excellance 2017 fyrir handverk og hönnun ásamt ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.