Print

Aðgerðir stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt

| .

Þá liggja fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt. 

Í fyrsta lagi munu bændur eiga kost á greiðslum sem miðist við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Skilyrði fyrir þessum greiðslum verði m.a. að viðkomandi bóndi búi á lögbýli og hafi fleiri en 150 vetrarfóðraðar kindur. Til þessa verkefnis verði varið 400 m.kr.

Í öðru lagi er 150 m.kr. aukalega varið í svæðisbundinn stuðning við bændur sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan bús vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Þessi fjárhæð kemur til viðbótar þeim 150 m.kr. sem varið er til þessara mála samkvæmt gildandi búvörusamningi.

Þá verði ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem verði grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Til þessa verkefnis verður varið allt að 65 m.kr.

Verkefni er lúta að kolefnisjöfnun eru styrkt sérstaklega enda er mikilvægt að nýta krafta bænda til að vinna að markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Þá er lögð áhersla á að efla nýsköpun og vöruþróun til að mæta kröfum ólíkra markaða og að styrkja útflutning. Til að undirbyggja framangreind verkefni og tengja þau við  endurskoðun búvörusamninga verði heimilt að verja þeim 50 m. kr. sem eftir standa.

Þá verði málefni ungra sauðfjárbænda tekin til sérstakrar skoðunar af Byggðastofnun í ljósi umræðu um skuldavanda þeirra og kostir eins og endurfjármögnun og/eða lenging lána kannaðir sérstaklega

Nánar má lesa um aðgerðirnar á heimasíður ANR.

Print

Sala í nóvember 2017

| .

Hér eru nýjustu sölutölur.  Sala á lambakjöti er mjög svipuð og á síðasta ári.  Ef horft er til samanburðar milli ára er 0,5% aukning í sölu á lambakjöti.  Heildar sala á kindakjöti eykst um 2,1% milli ára. Það hefur verið góður gangu í útflutningi það sem af er hausti, en verðin eru enn lág.  Alls er búið að flytja út í haust (september, október, nóvember) um 2.200 tonn.  Á sama tímabyli í fyrra voru flutt út um 1.500 tonn.

Mánaðarleg sala Nóvember

LS___Mánaðarleg_sala___2017.11.pdf

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar