Print

Góð sala í apríl

| .

sala_utfl_nokkur_ar_20168_image001.gifSalan á dilkakjöti í apríl var mjög góð miðað við síðustu mánuði og hefur ekki verið meiri í apríl mánuði á þessari öld. Alls jókst salan milli mánaða um 8,6% og gerir það 14% aukningu á ársfjórðungi. Sala síðustu tólf mánaða er þó enn tæplega 7% undir fyrri 12 mánuðum. Uppsöfnuð sala hvers árs frá 2001 til 2007 má sjá á grafinu hér að neðan. Til að sjá grafið í fullri stærð er hægt að smella á það.
Print

Framkvæmdastjóri hættir

| .

Framkvæmdastjóri LS hefur sagt upp störfum og mun láta af störfum í sumar. Ástæður uppsagnarinnar eru breyttar aðstæður hjá framkvæmdastjóra en hann hyggst, ásamt fjölskyldu sinni, flytjast búferlum til Færeyjar.
Print

Námskeið í gæðastýringu

| .

saudfe_ullarfrett.gifEitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu í sauðfjárrækt er að hafa sótt sérstakt námskeið sem „Framkvæmdanefnd um búvörusamninga” sér um að séu haldin. Námskeið vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt verða haldin á tveimur til þremur stöðum á landinu á tímabilinu 11. til 15. júní nk. Staðsetning námskeiðanna verður auglýst þegar fyrir liggur hvaðan væntanlegir þátttakendur koma. Námskeiðin hefjast kl. 10.00 fyrir hádegi og þeim lýkur kl. 18.00.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar