Print

Merking matvæla

| .

Ein af þeim tillögum sem samþykktar voru á nýliðinum aðalfundi LS var um merkingu á upprunalandi kjöts. Var þetta gert til með það að leiðarljósi að neitendur væru alltaf fullvissir hvaðan það kjöt sem þeir væru að kaupa kæmi. Nú hefur verið birt könnun sem var gerð að tilstuðlan Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem fram kemur að norðurlandabúar telja mikilvægt að þessar upplýsinga komi skýrt fram og þá sérstaklega á landbúnaðarvörum. Nánar má lesa um þetta á bondi.is.


Print

Ærnafnavísur

| .

Töluverð viðbrögð fengust og ágætar upplýsingar um höfund á þeim vísum sem birtar voru hér á vefnum. Vísurnar eru eftir Jón Lárusson kvæðamann og bónda í Hlíð á Vatnsnesi. Einnig komu fram upplýsingar um skemmtilegan og fróðlegan texta eftir Jón og var gefin út í bæklingi 1917. Bæklingurinn hét  Nokkur orð um hirðingu sauðfjár. Gaman er að skoða þann mikla mun sem orðin er frá því 1917.

Print

Sauðburður - ærnafnavísur

| .

Nú þegar sauðburður fer að byrja er ekki úr vegi að rifja upp nokkur  nöfn sem hægt er að nota fyrir þá sem það vilja. Þeir sem þekkja tilurð og höfund meðfylgjandi vísna eru beðnir um að senda línu til ls@bondi.is þannig að það geti komið fram hér á síðunni.

Ártal nítján aldirnar
um í flýti skrifa.
Sextán hnýti þó við þar,
þegar lítið svo til bar

Mjer til stunda styttingar
stíla mundi nöfnin,
tvær og hundruð tvennar þar,
tíu fundnar við bættar.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar