Print

Beint frá býli, kynningarfundir

| .

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.

Kynningarfundir þar sem farið verður yfir tækifæri og fyrstu skref í heimavinnslu og sölu afurða beint frá býli verða haldnir á eftirtöldum stöðum nú í apríl:

Print

Salan síðustu 12 mánuði

| .

Þegar skoðaðar eru betur sölutölur síðustu mánaða kemur í ljós að kindakjötið gefur heldur eftir en svína og alifuglakjöt er í aukningu. Miðað við síðust tólf mánuði þá hefur kindakjötssala dregist saman um 7% á meðan svínakjötsala hefur aukist um 10,7% og alifuglakjöt um 8,6%. Heildarmagn af seldu kjöti hefur aukist um 3,1%.

Print

Sölutölur í mars

| .

Nú eru komnar sölutölur fyrir mars. Kindakjötssala var tæp 491 tonn og var þar af sala á dilkum tæp 392 tonn. Er þetta samdráttur í sölu frá fyrra ári um 10,4%. Ef litið er til fyrstu þriggja mánaða ársins þá er salan í ár svipuð og hún var árið 2004 og 2005. Á meðfylgjandi mynd sést salan það sem af er árinu á dilkakjöti í samanburði við síðustu sex árin á undan. Nánar verður síðan fjallað um söluna á næstu dögum.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar