Print

Áhrif tollasamninga og hráakjötsdóms EFTA-dómstólsins

| .

Fréttatilkynning

Áhrif tollasamninga og hráakjötsdóms EFTA-dómstólsins

BÍ logo

Bændur senda bréf til ráðherra og leggja til aðgerðir

Bændasamtök Íslands hafa sent sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf þar sem farið er fram á aðgerðir til þess að mæta áhrifum (1) aukinna tollfrjálsra kvóta á búvörum frá ESB-löndum og (2) nýlegs dóms EFTA-dómstólsins þar sem kveður á um skyldur Íslands þess að leyfa innflutning á hráu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk. Bréfið fjallar um þessi tvö stóru mál sem snerta allan íslenskan landbúnað að meira eða minna leyti.

Bréf_SLRH_BÍ_230218.pdf

Print

Opinn fagráðsfundur 2. Mars

| .

Fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir opnum fagráðsfund föstudaginn 2. mars næstkomandi.  Fundurinn verður haldinn í Bændahöllinni við Hagatorg og hefst klukkan 12.30. 

Markmið fundarins er að kynna helstu verkefnin sem fagráð hefur hvatt áfram að undanförnu og ræða framþróun málefna sem tengjast sauðfjárræktinni.  Kynntar verða rannsóknarniðurstöður, staða verkefna rædd og færðar fréttir af erlendum vetfangi og nýjungum í kynbótum.  Til umfjöllunar verður m.a. verkefni er tengjast gæðum lambakjöts, þróun kynbótamats fyrir þunga lamba, hagnýting erfðamengisúrvals í kynbótum, rannsóknir á öndunarfærasjúkdómum og fósturláti í gemlingum svo eitthvað sé nefnt. 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Dagskrá verður auglýst síðar.

 DSC 0238

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar