Print

Öflugar sölutölur í febrúar

| .

Nú eru komnar sölutölur fyrir febrúar 2018.  Ef horft er á heildar kjötsölu yfir 12 mánuði er aukning um 5,9% yfir allar kjöttegundir.  Kindakjöt er með 5,7% aukningu og er með 25,1 % hlutdeild af markaðnum.  Við erum að sjá öfluga sölu á innanlandsmarkaði síðustu mánuði.

Kjötborð

Svona leit kjötborðið út hjá Krónunni í Mosfellsbæ 26. mars.

Print

Aðalfundur LS og Árshátíð

| .

Aðalfundur LS verður haldinn dagana 5-6. apríl í Bændahöllinni við Hagatorg.  Árshátíð LS verður haldin föstudagskvöldið 6. apríl.  Uppselt er á árshátíðina en tekið á móti miðapöntunum á biðlista.

Hér má sjá dagskrá aðalfundar:

LS Dagskrá aðalfundar

Print

Áhrif tollasamninga og hráakjötsdóms EFTA-dómstólsins

| .

Fréttatilkynning

Áhrif tollasamninga og hráakjötsdóms EFTA-dómstólsins

BÍ logo

Bændur senda bréf til ráðherra og leggja til aðgerðir

Bændasamtök Íslands hafa sent sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf þar sem farið er fram á aðgerðir til þess að mæta áhrifum (1) aukinna tollfrjálsra kvóta á búvörum frá ESB-löndum og (2) nýlegs dóms EFTA-dómstólsins þar sem kveður á um skyldur Íslands þess að leyfa innflutning á hráu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk. Bréfið fjallar um þessi tvö stóru mál sem snerta allan íslenskan landbúnað að meira eða minna leyti.

Bréf_SLRH_BÍ_230218.pdf

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar