Print

Lambakjöt hefur lækkað um nærri fimmtung í verði

| .

Íslenskir neytendur borga nú 18,3% lægra raunverð fyrir lambakjöt en þeir gerðu árið 2008. samkvæmt tölum frá Hagstofunni hækkaði verð á mat og drykk á Íslandi um 46,1% en almennt verðlag um 42,9% frá ársbyrjun 2008 og til 1. apríl 2017. Verð á lambakjöti hækkaði hins vegar mun minna á því tímabili, eða um 24,6%.

Þar sem lambakjötið hefur ekki fylgt verðbólgu hefur það í raun lækkað í verði um 18,3% sé miðað við almennt verðlag og um 21,5% sé miðað við aðra matvöru. Á sama tímabili hafa laun hækkað 72,4% eða um 29,5% að raunvirði. Kjötbiti sem áður tók klukkustund að vinna fyrir fæst nú fyrir 43 mínútna vinnu. Þetta þýðir að hægt er að kaupa 39,5% meira íslenskt lambakjöt fyrir tímakaupið nú en fyrir 9 árum.

verð1
verð2
  verð3

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar