Print

Whole Food: Aukin kraftur í sölu á íslenskum vörum

| .

Bandaríska verslunarkeðjan Whole Foods hefur selt íslenkar vörur í all mörg ár við góðan orðstír. Keðjan sérhæfir sig í sölu á lífrænum, vistvænum og siðlegum matvörum. Viðskiptavinum er boðið upp á íslenskt salt, súkkulaði, osta og bleikju, að ógleymdu lambakjöti. Í fyrra seldust um 190 tonn af lambakjöti en í hitteðfyrra voru tonnin 203. Mikil ánægja er með íslenska búskaparhætti og íslenska lambakjötið hjá Whole Foods. Í viðtali við Bændablaðið segir Joe Wood kjötinnkaupastjóri að verslunarkeðjan ætli að auka söluna í ár og stefni á 230 tonna sölu. Fyrirtækið stefni á sérstaka mánaðarlanga markaðsherferð með íslensku vörurnar í haust. Hér má lesa frétt Bændablaðsins í heild sinni. 

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar