Print

Skilafrestur á vorbók

| .

Skila þarf vorbók til Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins RML (ekki MAST eins og misritaðist í síðasta fréttabréfi LS) fyrir 20. ágúst. Undanfarin ár hefur kynbótamat fyrir frjósemi verið unnið áður en útsending haustbóka fer fram. Ljóst er að slíkt mun ekki nást í ár. Matið verður ekki reiknað fyrr en í lok ágúst og miðað verður við að taka gögnin út þegar skilafrestur vorgagna er liðinn. Því er ljóst að uppfært kynbótamat fyrir frjósemi verður ekki klárt fyrr en í byrjun september og notendum aðeins aðgengilegt gegnum Fjárvís þegar það verður klárt.
 

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar