Print

Markaðsráð hefur uppfyllt upplýsingaskyldu sína samkvæmt samkeppnislögum

| .

Framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts sendi forstjóra Samkeppniseftirlitsins tölvubréf í dag þar sem því er komið skilmerkilega á framfæri að Markaðsráð situr ekki á neinum gögnum í tengslum við undanþágubeiðni sem ráðið sendi til eftirlitsins fyrr í sumar og hefur því uppfyllt upplýsingaskyldu sína í samræmi við 1. mgr. 19. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.

Þær upplýsingar sem Markaðsráð byggir undanþágubeiðni sína á eru opinberar og komnar frá Hagstofu Íslands, Matvælastofnun, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins eða sambærilegum aðilum. Að öðru leyti er byggt á mati forystumanna bænda og sláturleyfishafa á stöðu greinarinnar og hugsanlegri atburðarás ef ekki verður brugðist við. 

Hér að neðan má lesa bréfið í heild sinni. 

Frá_Markaðsráði_kindakjöts_04082017.pdf

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar