Print

Kokkur ársins krýndur á lagardaginn

| .

Klúbbur matreiðslumeistara velur Kokk ársins 2017 laugardaginn 23. september í Hörpu. Í vikunni fór fram undankeppni og þeir fimm sem keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2017 eru:

  • Víðir Erlingsson                               Bláa Lónið
  • Rúnar Pierre Heriveaux                 Grillið Hótel Saga
  • Garðar Kári Garðarsson                Deplar Farm / Strikið
  • Hafsteinn Ólafsson                           Sumac Grill + Drinks
  • Bjarni Viðar Þorsteinsson               Sjávargrillið

Ljósmynd: Sigurjón Sigurjónsson.

Úrslitakeppnin sjálf fer fram að deginum en um kvöldið er hátíðarkvöldverður þar sem úrslitin verða kunngjörð. Þar verður lambakjöt að sjálfsögðu í öndvegi. Kokkur ársins 2017 verður krýndur um kl: 23:00 af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.

Í dag, föstudag 22. september, fer einnig fram í Hörpu nemakeppni í matreiðslu og framreiðslu þar sem verða valdir keppendur fyrir norðurlandakeppni 2018. Opið hús fyrir áhugasama að fylgjast með nemakeppninni kl: 12-19.

Sjá nánar með því að smella hér. 

 

 

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar