Print

Meðalverð dilkakjöts 2017

| .

Hér er birtur samanburður á meðalverði dilkakjöts 2017 milli afurðastöðva og samanburður verða árið 2016.  Árið 2016 var meðalverðið 543 kr/kg og er í ár (eftir breytinga á verðskrá KS og SKVH) 360 kr/kg sem er 31,5% verðlækkun millí ára.  Sláturfélag Suðurlands borgar hæðsta meðalverðið 415 kr/kg.  Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að verð til bænda eru algjörlega óásættanleg og rétt að ítreka eftirfarandi samþykkt frá aukafundi LS.

Aukafundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn 19. september 2017 skorar á sláturleyfishafa að endurskoða afurðaverð til bænda nú þegar.  Í ljósi nýrra upplýsinga um birgðir telur fundurinn ekki ástæðu fyrir allt að 35% afurðaverðslækkun. Framkomin afurðaverð eru algjör forsendubrestur fyrir rekstri sauðfjárbúa.

LS _ Afurðaverð til bænda 2017.pdf

 LS Afurðaverð til bænda 2017

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar