Góð sala í september
Það er ánægjulegt að sjá hvað sala innanlands var góð í september samhliða sterkum útflutningi. Þessi góða innanlandssala ber þess merki að íslenskir neytendur vilja sjá öfluga sauðfjárrækt á Íslandi. Fyrstu 9 mánuði ársins er 6% söluaukning í lambakjöti samanborið við sama tímabil 2016.
Sala á öðru kjöti hefur líka verið afar góð það sem af er á þessu ári. Það er 26% söluaukning fyrstu 9 mánuði ársins samanborið við sama tímabil 2016.
Útflutningurinn fór ekki vel af stað í upphafi árs en ljóst er að þær sértæku aðgerðir sem farið var í til að efla útflutning skiluðu sér. Einkum með sterkum útflutningi í maí og águst. Þá fer útflutningur fyrr í gang nú í haust en árin áður og er fyrstu 9 mánuði ársins búið að flytja út 40% meira kjöt en á sama tímabili 2016.
LS___Mánaðarleg_sala___2017.09.pdf
// Unnsteinn