Print

Skil á haustskýrslu fyrir 20. nóvember

| .

Við minnum sauðfjárbændur á að nú er búið að opna fyrir skráningu á haustskýrslum í Bústofn.

Sauðfjárbændur þurfa að skila haustskýrslum til þess að uppfylla skilyrði greiðslna samkvæmt Reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt (1151/2016)

Skilyrði fyrir greiðslum eru:

a) þátttaka í afurðaskýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands með fullnægjandi skilum í samræmi við 4. gr.

b) fullnægjandi skil á haustskýrslu í Bústofn skv. 10. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald.

Framleiðendur sem eru ekki skráðir þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi eða hafa fallið út úr því vegna skilyrða í 4. gr. skulu sækja um þátttöku til Matvælastofnunar á þar til gerðu eyðublaði í rafrænu umsóknarkerfi stofnunarinnar. Umsóknum skal skila eigi síðar en 10. desember fyrir næsta almanaksár sem stuðningsgreiðslur eiga að hefjast.

Hér má fá nánari uppplýsingar

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar