Print

Ríkisstjórnin leggur til að veittar verði 665 milljónir vegna vanda sauðfjárbænda

| .

Í dag var lagt fram frumvarp til fjáraukalaga 2017.  Þar er lagt til að veitt verði 665 m.kr. framlag til landbúnaðarmála til að bregðast við markaðserfiðleikum sem steðjað hafa að sauðfjárframleiðslu á yfirstandandi ári sbr. áform ríkisstjórnarinnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmálanum.

 Leitir 2012 132

Til að koma til móts við sauðfjárbændur í þessari erfiðu stöðu er lagt til að:

  • 300 m.kr. verði varið í greiðslur til bænda sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum skv. haustskráningu Matvælastofnunar,
  • 200 m.kr. verði varið í svæðisbundin stuðning til viðbótar við svæðisbundinn stuðning skv. gildandi búvörusamningi,
  • 100 m.kr. verði varið til að undirbyggja verkefni á sviði kolefnisjöfnunar, nýsköpunar og markaðssetningar.
  • 15 m.kr. verði varið í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem verði grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur.
  • Ef niðurstaða úttektarinnar leiðir í ljós að hægt sé að lækka sláturkostnað og auka hagræðingu í greininni þá er opnað á þann möguleika að allt að 50 m.kr. geti verið nýttar til að styðja við hagræðingu í sláturhúsum.

Rétt er að benda á að þessar aðgerðir eru hluti af frumvarpi til fjáraukalaga 2017.  Fjáraukalögin eiga eftir að fara í gegnum umræðu og afgreiðslu á Alþing og geta tekið efnislegum breytingum.

Hér má lesa fjáraukalög 2017

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar