Print

Opinn fagráðsfundur 2. Mars

| .

Fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir opnum fagráðsfund föstudaginn 2. mars næstkomandi.  Fundurinn verður haldinn í Bændahöllinni við Hagatorg og hefst klukkan 12.30. 

Markmið fundarins er að kynna helstu verkefnin sem fagráð hefur hvatt áfram að undanförnu og ræða framþróun málefna sem tengjast sauðfjárræktinni.  Kynntar verða rannsóknarniðurstöður, staða verkefna rædd og færðar fréttir af erlendum vetfangi og nýjungum í kynbótum.  Til umfjöllunar verður m.a. verkefni er tengjast gæðum lambakjöts, þróun kynbótamats fyrir þunga lamba, hagnýting erfðamengisúrvals í kynbótum, rannsóknir á öndunarfærasjúkdómum og fósturláti í gemlingum svo eitthvað sé nefnt. 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Dagskrá verður auglýst síðar.

 DSC 0238

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar