Print

Öflugar sölutölur í febrúar

| .

Nú eru komnar sölutölur fyrir febrúar 2018.  Ef horft er á heildar kjötsölu yfir 12 mánuði er aukning um 5,9% yfir allar kjöttegundir.  Kindakjöt er með 5,7% aukningu og er með 25,1 % hlutdeild af markaðnum.  Við erum að sjá öfluga sölu á innanlandsmarkaði síðustu mánuði.

Kjötborð

Svona leit kjötborðið út hjá Krónunni í Mosfellsbæ 26. mars.

Í febrúar var sala á dilkakjöti 548 tonn sem er 37,5% aukning frá febrúar 2017.  Yfir 12 mánaða tímabil hefur sala á dilkakjöti aukist um 5,4%.

Það var ágætur útflutningur í febrúar 112 tonn sem er þó 9,6% minna en í febrúar 2017.  Yfir 12 mánaða tímabil hefur útflutningur aukist um 57,4%.

Frá 1. September 2017 er búið að flytja út 3.080 tonn af lambakjöti sem er 1.200 tonnum meira en búið var að flytja út á sama tímabili í fyrra.

Í lok febrúar voru birgðir af lambakjöti um 4.000 tonn sem er nálægt því að vera 20% minna magn af birgðum en á sama tíma í fyrra.

4

Hér fyrir ofan má sjá söluþróun á lambakjöti, kindakjöt og útflutning það sem af er framleiðsluárinu 2017-2018.

3

Hér fyrir ofan má sjá söluþróun á lambakjöti, kindakjöt og útflutning framleiðsluárið 2016-2017

1

Hér fyrir ofan má sjá samanburð á söluþróun síðustu þriggja framleiðsluára.

2

Hér fyrir ofan má sjá samanburð á útflutningi á kindakjöti síðustu þriggja framleiðsluára.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar