Print

Fagráðsfundur 11. október 2011

Fundur í fagráði í sauðfjárrækt, haldinn 11. október 2011, í Bókasafni BÍ

Fagráð í sauðfjárrækt

Fundur 11. október 2011 kl. 10.00
Bókasafn BÍ


Mættir: Þórarinn Ingi Pétusson (ÞP), Jóhannes Sigfússon (JS), Oddný Steina Valsdóttir (OV) og Sigurður Eyþórsson (SE).
Í símasambandi: Sigurður Þór Guðmundsson (SG) og Emma Eyþórsdóttir (EE).
Jón Viðar Jónmundsson (JVJ) var bundinn við önnur störf og gat ekki sótt fundinn.

Þetta gerðist:

Dagskrá

1. Ályktanir aðalfundar LS 2011.

Farið var yfir ályktanir síðasta aðalfundar LS er beint var til ráðsins.

3.1. Gæðastýring í sauðfjárrækt
Stjórn LS er með málið í farvegi og ekki ástæða til að grípa inn í það.

3.2. Rafrænt kindakjötsmat
Við fall krónunnar 2008 stórhækkaði kostnaður við hið rafræna matstæki sem var í notkun hjá KS á Sauðárkróki og það er ekki lengur í gangi. Búnaðurinn miðaðist aldrei við EUROP matið og réð illa við að meta fitu útfrá forsendum þess, en réð ágætlega við að meta gerðina. Telja verður óraunhæft við núverandi aðstæður að rafrænt mat leysi núverandi aðferðir af hólmi, þó það kunni að breytast. Fagráðið telur afar mikilvægt að MAST fylgist vel með framkvæmd núverandi matskerfis og gæti sérstaklega að samræmi milli matsmanna. Því þarf sífellt að fylgja eftir.

3.3 Örmerki í sauðfé.
Farið var yfir stöðu Ófeigsverkefnis BÍ um hugbúnaðarþróun tengda örmerkjum í sauðfé . Það mál hefur þokast áfram. Hinsvegar liggur enn ekki fyrir hvert svigrúm verður til endurnýtingar merkjanna og engin almenn skilyrði hafa verið sett af MAST um kröfur til merkjanna þ.m.t. lesbúnaðar fyrir þau. Fagráðið telur nauðsynlegt að greitt verði úr þessum málum sem allra fyrst. Óvissa um þau hamlar frekari útbreiðslu örmerkja.

3.7. Forsendur kynbótaeinkunna.
Fagráðið beinir því til landsráðunautar að taka málið til athugunar.

3.8. Ásetningslistar
Fagráðið minnir á að fyrr á þessu ári var veitt 2 m. kr. til þróunarvinnu við Fjárvís. Styrkurinn hefur ekki komið til greiðslu því engin verkáætlun liggur fyrir. Eitt af þróunarverkefnunum gæti t.d. verið ásetningslistar sem ályktunin getur um.


3.9. Stuðningur við lífræna sauðfjárrækt af fagfé.
Umsókn liggur fyrir fundinum.

3.11. Ullarmat
Vinna er hafin hjá Ístex við að endurskoða hugbúnað sem heldur utan um skráningu ullarmats. Gangi áætlanir eftir þá munu bændur geta séð athugasemdir við ullarmat mun fyrr en nú.

2. Fjárhagsstaða.

SE fór yfir fjárhagsstöðuna. Samkvæmt yfirliti frá BÍ er svigrúm til að ráðstafa um rúmlega 20 milljónum króna að teknu tilliti til þess sem þegar er afgreitt.

3. Umsóknir

a. Landbúnaðarháskólinn - Samræmi í ómmælingum og lambadómum

Sótt um 532.000 kr.

Niðurstaða: Samþykkt.   Hvatt til þess að verkefnið yrði jafnframt tengt niðurstöðum kjötmats á viðkomandi lömbum þar sem það á við


b. Bsb. Austurlands - Kaup á ómsjá

Sótt um 500.000 kr.

Niðurstaða: Samþykkt.          

c. BÍ - Arfgerðargreining á hrútum

Sótt um 600.000 kr.

Niðurstaða: Samþykkt.

 

d. Fræðasetur um forystufé

Sótt um 500.000 kr.

Niðurstaða: Samþykkt. Styrkurinn er eingöngu ætlaður til að kosta vinnu við að koma upp vefsíðu fyrir fræðasetrið.

 

e. BÍ vegna ásetningsmerkja

Sótt um niðurgreiðslu sbr. fyrri ár. alls kr. 8.597.059

Niðurstaða: Samþykkt.

f. BÍ vegna fræðslurits um jarðrækt

Sótt um 750.000 kr.
Niðurstaða: Samþykkt með skilyrði um að fagráð í nautgriparækt styrki verkefnið líka eins og sótt var um. Jafnframt óskað eftir að nánari greinargerð um verkefnið þ.e. efnisyfirliti, yfirliti um höfunda og ítarlegri verkáætlun.

g. LS vegna beitartilraunar í Skutulsfirði

Sótt um kr. 809.811

Niðurstaða: Samþykkt. Fagráðið telur styrkveitinguna ekki fordæmisgefandi en telur verkefnið mikilvægt fyrir svæðið og fyrir hugsanlegan skaðabótarétt bænda gagnvart mengunarvaldinum.

h. BÍ vegna lífræns landbúnaðar

Sótt um allt að 7.5 m kr. til að styrkja sauðfjárbændur til að aðlaga sig að lífrænum búskap með vísan til samþykktar aðalfundar LS og verklagsreglna BÍ um stuðning við lífræna aðlögun.

Niðurstaða: Fagráðið samþykkti að mæla með því að hvert sauðfjárbú sem fengið hefur staðfesta áætlun um lífræna aðlögum verði styrkt um 300 þúsund kr, eða 1.500.000 kr. samtals.


4. Framhaldsumsóknir

a. Lbhí vegna afkvæmarannsókna á Hesti

Sótt um 1.200.000

Niðurstaða: Samþykktur styrkur 1 m.kr. sbr sambærilega umsókn frá því í fyrra.

5. Skýrslur

a. Landgræðslan - eftirlit gæðastýringar

b. Eyjólfur Ingvi Bjarnason v/ rannsóknarverkefnis

c. Loðskinn v smálambaskinna

d. Inga Hanna v. þæfðs ullarefnis

e. Glófi hf. v. nýsköpunarverkefnis

f. LbhÍ vegna afkvæmarannsókna á Hesti 2011

g. Búgarður - Sauða og geitamjólkurverkefni

Óskað var eftir heimild til að nýta óráðstafaðan styrk (1.4 m. kr. af 9 m. kr.) til að kaupa færanlegt kar sem nýst getur til ostavinnslu.
Niðurstaða: Skýrslur skv. liðum a.-g. samþykktar og heimild skv. lið g.


6. Önnur mál

OSV ræddi notendagjöld Fjárvís sem farið verður að innheimta á árinu sbr. það að fagráð mælti ekki með því að haldið yrði áfram að greiða þau af fagfé.   OSV taldi gjöldin hærri en búast hefði mátt við útfrá upphæð styrks fyrri ára. JS greindi frá því að málið hefði komið til umræðu á vettvangi BÍ og til stæði stæði að ræða það frekar á stjórnarfundi BÍ 12. okt. Reynt yrði m.a. að koma til móts við t.d. þá notendur sem væru að kaupa mörg forrit og þá sem væru með fátt fé í skýrsluhaldi. Hinsvegar hefði kostnaður hækkað og almennur samdráttur greiðslna skv. búnaðarlagasamningi hefði jafnframt áhrif.

Fleira ekki rætt

Fundi slitið

Fundargerð ritaði Sigurður Eyþórsson