Print

Fagráðsfundur 4. febrúar 2016

Fagráð í sauðfjárrækt

Símafundur 4. febrúar 2016 kl. 21:00.

Mætt: Oddný Steina Valsdóttir (OSV) formaður fagráðs, Atli Már Traustason (AMT), Eyþór Einarsson (EE), Fanney Ólöf Lárusdóttir (FÓL) og Böðvar Baldursson (BB). Auk þess Emma Eyþórsdóttir (EEy) stuðningsfulltrúi

Dagskrá:

1. Erindi frá BÍ um rannsóknaverkefni

Borist hefur erindi frá BÍ þar sem óskað er eftir tillögum fagráðs um rannsóknaverkefni í tengslum við tímabundna  fjárveitingu til LbhÍ á fjárlögum 2016.  Áformað er að gera sérstakan samning milli ANR og LbhÍ um ráðstöfun þessarar fjárveitingar.  Fagráðsmenn fóru yfir sviðið varðandi sauðfjárræktina þar sem upp komu viðfangsefni sem flest hafa verið til umræðu áður á fundum ráðsins. EEy benti á að þessi fjárveiting er nauðsynleg til að viðhalda og helst að auka við mannafla og aðra innviði LbhÍ þannig að skólinn geti betur sinnt rannsóknum í landbúnaði.  Starfsfólki hefur fækkað og endurnýjun tækja og aðstöðu setið á hakanum vegna niðurskurðar m.a. á fjárveitingu frá ANR sem nú er verið að bæta upp að einhverju leyti.

Niðurstöður umræðna urðu að benda á eftirfarandi viðfangsefni:

Orma-og hnýslarannsóknir

Kjötrannsóknir

Rannsóknir á fitueiginleikanum

                -tengsl við endingu áa

                -tengsl við bragðgæði

Fósturdauði

Fóðurrannsóknir

                -vítamín og bætiefnagjafir

                -rúlluheyverkun

Erfðamengja úrval (Genomic selection)

Bragðgæði lambakjöts (MATÍS)

Beitarsaga síðustu aldar

                -aflagning vetrarbeitar og áhrif af og ummerki eftir vetrarbeit.

Nánar verður gengið frá þessum lista eftir fundinn og málið endanlega afgreitt  á næsta fundi.

2. Skýrsla frá Eyjólfi Ingva Bjarnasyni um örmerki. 

Eyjólfur Ingvi Bjarnason mætti á fundinn undir þessum lið en hann hefur nýlega skilað skýrslu til fagráðs um framtíðarmöguleika varðandi örmerkjavæðingu. 

Miklar umræður urðu um málið og ljóst að ekki er einboðið hvernig best er að haga þessum málum til framtíðar.  Rætt var m.a. um aðkomu sláturleyfishafa og hagsmuni þeirra, möguleika á styrkjum vegna upphafskostnaðar við að koma á örmerkjum, framtíðarskipulag varðandi val á búnaði eða mögulega forritun o.m.fl.  Fagráð leggur áherlsu á að mörkuð verði skýr stefna um hvernig skuli staðið að þessum málum.  Eyjólfi var falið að kanna hugsanlegar leiðir sem fagráð fái til umfjöllunar. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:20

Fundargerð ritaði Emma Eyþórsdóttir

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar