Fundargerðir stjórnar LS

11. Stjórnarfundur 2017-2018

  1. Staðan: Borist hafa skilaboð frá atvinnuvegaráðuneytinu að tillögur ráðherra verði ekki tilbúnar fyrr en um miðja næstu viku og því er augljóst að ekki verður hægt að kynna þær á aukafundi LS sem boðaður hefur verið næstkomandi föstudag.  Ákveðið að fresta aukafundi LS  um óákveðin tíma en  rætt um að senda út fréttatilkynningu þar sem LS fordæmir þessi vinnubrögð ráðuneytisins. Tillögurnar eins og þær hafa verið kynntar stjórninni  eru spor í rétta átt en samt ómarkvissar og taka ekki á vandanum til lengri eða skemmri tíma og alltof seint framkomnar sem eru vinnubrögð sem eru ekki líðandi.
  2. Farið yfir minnispunkta fyrir fundi sem aðildarfélögin hafa boðað til næstu daga.
  3. Rætt um umræðu sem fer miknn inn á facebook þessa dagana um kjötskort í verslunum og myndbirtingar af tómum hillum. Rætt um að kalla eftir upplýsingum frá t.d Bónus hvað veldur.

Fleira ekki gert.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar