Fundargerðir stjórnar LS

12. STJÓRNARFUNDUR 2017-2018

Fyrir var tekið

 1. Staðan: Rætt um framkomnar tillögur ríkisins sem eru þó ekki fullmótaðar. Til fundarins mættu Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri og Arnar Freyr Einarsson sérfræðingur frá ANR og kynntu og töluðu með tillögum ríkisins. Í tillögunum felst m.a. eftirfarandi:
  • Hvati til að hætta búskap mikill en þeir sem vilja hætta búskap haustið 2017 geta haldið öllum greiðslum samnings sem fást næstu fimm árin. Þeir sem vilja hætta 2018 fá greiðslur í styttri tíma. Mögulegt að fá allt greitt sem eingreiðslu. Rætt um sláturálag á ær fyrir þá sem vilja hætta haustið 2017.
  • Rekstrarstuðningur vegan tekjutaps. Þar væri ákveðin upphæð á kind, greitt á allar vetrarfóðraðar kindur á búi umfram 150. Svæðisbundinn stuðningur aukinn í eitt ár.
  • Nýr nýsköpunarsjóður matvæla en þangað færi framlag til frambúðar.
  • Frysting gæðastýringargreiðslna árin 2018 og 2019.
  • Lækkun ásetningshlutfalls.
  • Greining á birgðastöðu lambakjöts í samvinnu við óháðan aðila.
  • Kolefnisverkefni þróað áfram.
  • Úttekt á hagræðingarmöguleikum hjá afurðastöðvum og afurðavinnslu og endurskoðunarnefnd falið að hraða störfum sínum.

Miklar og þungar umræður urðu um þessar tillögur og ljóst þykir að meginmarkmið þeirra er að draga úr framleiðslu og fækka bændum. Ekki er tekið heildstætt á málum hvorki til skemmri né lengri tíma og lítið tillit tekið til tillagna fulltrúa bænda á undanförnum vikum og mánuðum.  Í raun er ekki vilji að taka á markaðnum. Ekki virðist pólitískur vilji til að taka á ástandinu.

 1. Rætt um næstu skref. Ákveðið að halda símafund á föstudaginn n.k,

   Fleira ekki gert.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar