Fundargerðir stjórnar LS

14. STJÓRNARFUNDUR 2017-2018

  1. Staðan: Rætt um stöðuna gagnvart stjórnvöldum og hvað sé í kortunum nú þegar ríkisstjórnin er sprungin. Spurning um hversu miklar líkur verði á að þingið komi í gegn tillögum sem að einhverju leiti geti lagað stöðuna. Í öllu falli þarf fyrirhugaður aukafundur að afgreiða rökréttar tillögur til að taka á bráðavandanum, í sem einfaldrastri mynd. Halda þarf vinnunni áfram og leggja kapp á að starfsstjórnin setji vanda sauðfjárræktarinnar í forgang. Endanleg ákvörðun stjórnar að boða til aukafundar þann 19. september n.k var tekin með tölvupóstsamskiptum og var boðaður með bréfi til fulltrúa dags. 10.sept og er undirbúningur aukafundarins á góðu róli.  Rætt um tillögur fyrir fundinn. Engar formlegar tillögur hafa borist frá ráðherra enn til að leggja fyrir fundinn. Miklar líkur eru á að ráðherra mæti á fundinn.
  2. Fækkunarhvatar: Stjórn hefur verið í tölvupóstsamskiptum um mögulega fækkunarhvata í væntanlegum tillögum stjórnvalda. Hafa þau efnislega snúist um að reyna að skapa jafnvægi milli hvata til að hætta alveg með kindur og hvata til að fækka kindum  í tillögunum, þar sem stjórn vill leggja meiri áherslu á fækkun fjár frekar en að bændur hætti alveg. Bréf sem stjórninni barst frá Jóhannesi Sveinbjörnssyni í Heiðarbæ með ýmsum áhugaverðum hugmyndum í ljósi stöðunnar lagt formlega fram, en stjórnarmenn höfðu rætt efni þess á milli sín áður í gegnum tölvupóst.  Hann fer yfir kosti og galla tillagna og aðferðarfræði ráðherra við fækkun sauðfjár í landinu. En hann leggur til að bændum bjóðist sama leið til aðlögunar hvort sem þeir kjósa að hætta búskap alveg eða fækka fé. Grunnurinn í báðum tilvikum verði sambærilegur en þó hlutfallslega eftir því hver stóran hluta fjárstofnsins viðkomandi bóndi sker niður.

Stjórn ákveður að koma þeirri hugmynd til ráðherra að þeir sem fækki bjóðist sömu kjör og þeir sem kjósi að hætta alveg. Til að fá slíkan samning þarf amk 50 kinda fækkun.

Fleira ekki gert.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar