Print

Íslenskur textíliðnaður, Ístex hf.

Skýrsla stjórnarmanns LS
Rekstur Ístex hf á s.l. ári var um margt keimlíkur rekstri félagsins frá árinu á undan. Tekjur félagsins minnkuðu um tæpar 2 milljónir króna milli ára en rekstrargjöld lækkuðu um 7,5 milljónir. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld (ebitan) nam um 36,5 milljónum króna sem er besta afkoma félagsins í nokkur ár. Batinn nemur tæplega 6 milljónum króna milli ára. Þrátt fyrir þetta var afkoma félagsins tap sem nam um 8 milljónum króna. Enn sem fyrr er það gengisþróunin sem hefur neikvæð áhrif á fjármagnsgjöld félagsins en reiknað gengistap í lok rekstrarársins nam um 14 milljónum króna. Þá hefur verðlækkun á erlendum ullarmörkuðum s.l. tvö ár neikvæð áhrif sem þó mildast af raunlækkun íslensku krónunnar. Vegna lægra heimsmarkaðsverðs er áætlað að Ístex hafi orðið af tekjum sem nema um 10 milljónum króna.

Ástæða er að vekja athygli á því að fjármagnskostnaðurinn er fyrst og fremst reiknaður og ekki um raunveruleg útgjöld að ræða enda var sjóðstreymi félagsins mun betra en verið hefur á undanförnum árum.

Í áætlun fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir óbreyttum tekjum milli ára og að lítilsháttar hagnaður verði af starfseminni.

Hluthafar í félaginu voru í lok ársins 1860. Fimm hluthafar eiga meira en 10% eða samtals 61,2% af hlutafé.  

Akri 10. apríl 2007
Gunnar Rúnar Kristjánsson

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar