Árshátíð 2019

| .

Árshátíð Landssamtaka sauðfjárbænda verður haldin föstudaginn 5. apríl í Súlnasal Hótels Sögu.  Hátíðin hefst með fordrykk kl. 19, en borðhald hefst kl. 20.

Veislustjóri er Ingvar Jónsson

Hljómsveitin Meginstreymi leikur fyrir dansi.

Tekið er við miðapöntunum í gegnum netfangið ls@bondi.is

Miðaverð liggur ekki fyrir en talsvert er um pantanir nú þegar. 

Mögulegt er að taka frá borð fyrir hópa af öllum stærðum.  Æskileg hópastærð eru 10 eða 12 manns.  Hópar sem innihalda færri en 10 manns er raðað á borð með öðrum.  Einn aðili verður að greiða alla miða fyrir sinn hóp.

Að gefnu tilefni er tekið fram að pöntun á gistingu felur ekki í sér pöntun á miða og öfugt.

Samkomulagið samþykkt með 68% greiddra atkvæða

| .

Á hádegi í dag lauk kosningu um samkomulag um breytingar á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar.  Á kjörskrá voru 2.297.  Alls greiddu 1.035 atkvæði.  Kjörsókn var því 45%.  Samkomulagið var samþykkt með 68% greiddra atkvæða.  30% höfnuðu samkomulaginu og 2% tóku ekki afstöðu.

Niðurstaða

Nokkur orð um endurskoðun sauðfjársamnings

| .

Nú stendur yfir kosning um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar. Endurskoðun samningsins átti að fara fram árið 2019 en var flýtt um eitt ár í ljósi erfiðrar stöðu sauðfjárbænda.  Það er óhætt að segja að samningurinn sem var undirritaður í 19. febrúar 2016 og byrjað að starfa eftir 1. Janúar 2017 hafi ekki fengið mikinn byr í seglin.  Hann var umdeildur frá upphafi og tók þar að auki gildi  á sama tíma og hér varð stjórnlaust hrun í afurðaverði og algjör brestur í afkomu bænda. Það er ekki ætlunin að rekja hér þær aðgerðir sem LS hefur unnið að frá því að aðstæður á erlendum mörkuðum fóru að gefa eftir haustið 2016 með tilheyrandi falli á afurðaverði.  Reyndar hafði sú þróun þegar komið fram árið 2015 en hún beit ekki bændur fyrr en afurðaverð haustið 2016 komu fram.
Á aðalfundi samtakana vorið 2018 voru lagðar þær megin línur sem lagt var upp með í samningaviðræðum við ríkið.  Samningaviðræðurnar hófust í ágúst og lauk í desember.  Samkomulag um endurskoðun sauðfjársamnings var síðan undirrituð 11. Janúar 2019.  Samkomulagið er nú búið að kynna fyrir bændum og þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um það. Hér á eftir verður farið yfir helstu liði samkomulaginu og nokkur atriði sem upp hafa komið á fundum og samtölum við bændur síðustu daga.

Opinn Fagráðsfundur - Fagfundur sauðfjárræktarinnar

| .

Haldinn í Bændahöllinni föstudaginn 1. mars.

Fundur hefst kl. 12:30 og lýkur kl. 17:00.

Dagskrá:

 • Af vettvangi fagráðs – Gunnar Þórarinsson, form. fagráðs í sauðfjárrækt
 • Úr ræktunarstarfinu – sæðingar og sauðfjárdómar – Eyþór Einarsson, RML
 • Framtíðar áherslur í sauðfjárrækt
  • Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti
  • Jón Gíslason, Hofi
  • Sigþór og Bjarki Sigurðssynir, Skarðaborg
 • Umræður
 • Rekstur sauðfjárbúa – Eyjólfur Ingvi Bjarnason og María Svanþrúður Jónsdóttir, RML
 • Umræður
 • Áhrifaþættir á haustþunga lamba – Jóhannes Sveinbjörnsson, Lbhí
 • Vanhöld lamba, burðarerfiðleikar og skyldleikarækt – Emma Eyþórsdóttir, Lbhí
 • Umræður
 • Kaffihlé (Áætlað um kl.15:00)
 • Verðlaunaafhending sæðingastöðvanna
 • Samanburður á verkunaraðferðum og þróun kjötmats – Guðjón Þorkelsson, Matís
 • Frá fjalli að gæðamatvöru – Óli Þór Hilmarsson, Matís og Eyþór Einarsson, RML
 • Umræður
 • Fróðleiksmolar um sauðfjárbeit – Sigþrúður Jónsdóttir, Landgræðslan
 • Niðurstöður úr lungnaúttektarverkefni – Charlotta Oddsdóttir, Keldum
 • Lungnaormar í sauðfé – Hrafnkatla Eiríksdóttir
 • Umræður

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar