Lambaþon

| .

Lambaþon

Ertu með góða hugmynd sem stuðlar að aukinni verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjárræktar á Íslandi.  Nú er tækifæri til að koma henni á framfæri.  

Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Landgræðslan, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, Matvælastofnun, Landssamtök sauðfjárbænda, Samtök ungra bænda, Háskóli Íslands og Icelandic Lamb standa fyrir svokölluðu Lambaþoni 9. - 10. nóvember nk.

Lambaþon er keppni á milli 4-8 manna liða um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár á Íslandi. Einstaklingar geta líka skráð sig og verður þeim parað saman með öðrum einstaklingum við upphaf Lambaþonsins. 

Nánari upplýsingar

Kjötsúpudagurinn

| .

Landssamtök sauðfjárbænda taka enn eitt árið þátt í því að bjóða gestum og gangandi á Skölavörðustígnum upp á kjötsúpu í samstarfi við Íslensk grænmeti og rekstraraðila og íbúa á Skólavörðustíg. Við erum afar stollt af því að taka þátt í þessu verkefni enda fyrir löngu orðin fastur liður í miðborgar menningunni ár hvert.  Samstarfsaðilar LS í þessu verkefni eru Sláturfélagi Suðurlands, Norðlenska, Kjarnafæði, KS og SKVH.  Er þeim kærlega þakkað fyrir góðan stuðning.

Við hvetjum sauðfjárbændur sem eiga leið um Skólavörðustígin að taka þátt í að útdeila súpunni.  Þeir sem hafa áhuga gefa sig fram á einhverri af þeim fjölmörgu súpustöðvum sem eru taldar upp í fréttatilkynningunni hér að neðan.

Kjötsúpa

Muna að sækja um fyrir 20. október

| .

Munið að sækja um jarðræktarstyrk og landgreiðslur fyrir 20. október.  Forsenda þess að hægt sé að sækja um styrk er að búið sé að skila inn jarðræktarskýrslu í gegnum skýrsluhaldskerfið Jörð.

Umræður um málefni sauðfjárbænda á Alþingi

| .

Mánudaginn 15. Október var sérstök umræða um stöðu sauðfjárbænda á Alþingi.  Málshefjandi var Willum Þór Þórsson og til andsvara var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson

Alþingi

Helstu áherslur og spurningar málshefjandi voru:

  1. Hver er staða viðræðna ráðuneytisins við sauðfjárbændur um endurskoðun á samningi  um starfsskilyrði sauðfjárræktar?
  2. Er ráðherra tilbúinn að fara inn í gildandi samning til þess að stöðva  niðurtröppun á greiðslumarki um komandi áramót? 
  3. Eru einhverjar hugmyndir eða tillögur mótaðar um breytingar á lagaumhverfi afurðageirans í sauðfjárrækt, sem myndi leiða til hagræðingar innan geirans?

Hér má sjá umræðurnar á vef alþingis

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar