Allar verðskrár 2007

| .

Hér má nálgast skjal með verðlista allra sláturleyfishafa til bænda vegna haustslátrunar 2007.  Hér er bara um að ræða verðlista fyrir einstaka flokka, en ekki álagsgreiðslur eða aðrar greiðslur.

Sláturlambalíkan á vef Lbhí

| .

Á útmánuðum 2007 fóru fram námskeið á vegum LbhÍ undir heitinu “Aukin verðmæti sláturlamba” á alls 6 stöðum á landinu og voru þátttakendur nálægt 70 talsins. Á þessum námskeiðum var notað reiknilíkan af sláturlambaframleiðslu sem m.a. tekur tillit til áhrifa fallþunga á flokkun dilka, áhrifa sláturtíma á verðlagningu kjötsins og margra fleiri þátta er lúta að því að hámarka verðmæti dilkakjötsframleiðslunnar á hverju búi.

Whole foods kynnir íslenskt lambakjöt á ný

| .

Eftir að Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti að ekki yrðu gefnir út nýjir kvótar til hvalveiða í atvinnuskyni hérlendis hefur verslunarkeðjan Whole Foods í Bandaríkjunum fallist á að fara að kynna íslenskt lambakjöt á ný.  Keðjan lét hætta öllum slíkum kynningum eftir að Íslendingar hófu á ný hvalveiðar  í fyrra.  Í framhaldi af því dró verulega úr sölu þess. 

Fréttir af útgáfu

| .

Bændasamtökin hafa birt yfirlit yfir réttir haustið 2007.  Flestar réttirnar eru nú í kringum miðjan september.  Listinn er birtur á bondi.is og er uppfærður þar.

Út er komin ársskýrsla Hagþjónustu landbúnaðarins fyrir árið 2006.  Þar er kemur m.a. fram að sérhæfð sauðfjárbú skv. greiðslumarksskrá eru nú tæplega 1.400 og þar af eru 78 bú með yfir 500 ærgilda greiðslumark.  Einnig eru í skýrslunni úttekt á kostnaði við varnir gegn riðuveiki og garnaveiki, sem og stuðningi ríkisins við einstakar búgreinar

Skýrslan á vef Hagþjónustunnar.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar