Úttekt á afurðastöðvunum

| .

Eitt af þeim verkefnum sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa beitt sér fyrir er að Atvinnuvega- og Nýsköðpunarráðuneytið láti vinna vandaða úttekt á allri virðiskeðjunni í sauðfjárrækt frá bónda til neytanda.  ANR setti undirbúning að þessari vinnu í gang síðasliðið haust og gerði síðan samning við KPMG um að vinna skýrsluna í febrúar síðastliðnum.  Nú er skýrslan orðin aðgengileg á vef ANR.

skýrslan

Hér má nálgast eintak af skýrslunni

Góð sala á kindakjöti það sem af er ári

| .

Heildarsala á kindakjöti í maí var 470 tonn.  Það er aukning um 2,9% sé horft til 12 mánaða tímabils.  Á sama tíma er heildar kjötsala að aukast um 4,3%.  Er þá ekki tekið tillit til innflutnings á kjöti.  Sala á lambakjöti var 433 tonn sem er 5,9% aukning sé horft til 12 mánaða tímabils.  Því má segja að lambakjöt hafi aukið lítillega markaðshlutdeild sína.  Hins vegar hefur tíðarfar að undanfarið ekki verið „grillvænt“ og gæti haft áhrif á söluna nú í sumar.

Norðlenska gefur út verðskrá

| .

Norðlenska hefur gefið út verðskrá vegna slátrunar haustið 2018. Reiknað meðalverð er 381 kr/kg sem er 6,8% hækkun frá verðskrá Norðlenska haustið 2017.  Upphaflegt reiknað meðalverð Norðlenska árið 2017 var 357 kr/kg.  Það verð hækkaði um 5,3% í 376 kr/kg með tveimur álagsgreiðslum sem greiddar voru á innlegg haustsins 2017.  Verðskráin nú er því aðeins 1,4% hækkun á reiknuðu meðalverði haustsins 2017 með álagsgreiðslum.  Landsmeðaltalið árið 2017 var 387 kr/kg með álagsgreiðslum.

Hér má nálgast verðskrá Norðlenska

Mynd b

Myndin hér að ofan sýnir þróun afurðaverðs til bænda frá árinu 2009.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar