Events under 'Skila- og umsóknarfrestir'
þriðjudagur, febrúar 19, 2019

Event Name

Date

Skil á haustskýrslu - búfjáreftirlit

Í dag er síðasti dagur til að skila haustskýrslu búfjáreftirlits þ.e. forðagæsluskýrslu.  Skýrslunni ber að skila til Matvælastofnunar.

miðvikudagur, nóvember 20, 2013
This event does not repeat

Umsóknarfrestur um gæðastýringu

Í dag er síðasti dagur til að skila inn umsókn um aðild að gæðastýringu í sauðfjárrækt vegna næsta árs. Umsóknum ber að skila til Matvælastofnunar.

miðvikudagur, nóvember 20, 2013
nóvember 20, 2014

Skil á haustgögnum - kynbótamat.

Í dag er síðasti dagur fyrir þátttakendur í sauðfjárskýrsluhaldi að skila haustgögnum 2013 í Fjárvís til að þær teljist með við útreikning á kynbótamati 2013.

laugardagur, nóvember 30, 2013
This event does not repeat

Umsóknarfrestur í Landbótasjóð 2014

 

Landgræðsla ríkisins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr Landbótasjóði Landgræðslunnar, en sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til margvíslegra landbótaverkefna til bænda og annarra landeigenda, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra umráðahafa lands.


Við ákvörðun um styrkveitingar er m.a. lögð áhersla á:
•    Stöðvun hraðfara jarðvegsrofs og gróðureyðingar
•    Endurheimt gróðurs, jarðvegs og votlendis
•    Að landnýting verði sjálfbær
•    Bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi

Við mat á umsóknum er ennfremur tekið tillit til þess hvort gerð hafi verið landgræðslu- og landnýtingaráætlun til a.m.k. 3ja ára fyrir það svæði sem ætlunin er að vinna með.

Styrkur til einstakra verkefna getur að hámarki numið 2/3 af áætluðum heildarkostnaði þess að mati Landgræðslunnar. Landgræðslan veitir ráðgjöf við framkvæmd þeirra verkefna sem sjóðurinn styrkir og hefur jafnframt eftirliti með framvindu þeirra og metur árangur.
Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur sjóðsins má nálgast hér . Einnig er hægt að nálgast þessi gögn og fá nánari upplýsingar á héraðssetrum  Landgræðslunnar og á skrifstofu Landgræðslunnar í Gunnarsholti.

Umsóknarfrestur er til 16. desember n.k. og umsóknir skal senda á netfangið land@land.is eða til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella.

 

mánudagur, desember 16, 2013
This event does not repeat

Skil á haustgögnum - gæðastýring

Í dag er síðasti dagur fyrir þátttakendur í gæðastýringu til að skila haustgögnum 2013 í Fjárvís.

laugardagur, febrúar 01, 2014
This event does not repeat

Frumbýlingastyrkir 2014

Skilafrestur á umsóknum um frumbýlingastyrki í sauðfjárrækt 2014.

laugardagur, mars 01, 2014
This event does not repeat

Þróunarverkefni í sauðfjárrækt

Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt. Styrkir eru veittir til að "styðja kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greininni". Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð fylgja þessari frétt.

Aðeins er tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Bændasamtaka Íslands.

Reglur um styrkina

Eyðublað - verkaáætlun

Umsóknareyðublað

þriðjudagur, apríl 01, 2014
This event does not repeat

Skil á vorgögnum - gæðastýring

Í dag er síðasti dagur fyrir nýja þátttakendur í gæðastýringu (sem byrjuðu í ársbyrjun 2014) til að skila vorgögnum 2014 í Fjárvís.

föstudagur, júní 20, 2014
This event does not repeat

Skil á vorgögnum - kynbótamat.

Í dag er síðasti dagur fyrir þátttakendur í sauðfjárskýrsluhaldi að skila vorgögnum 2014 til RML þ.e. ef skilað er inn handskrifuðum bókum til skráningar hjá RML.   Þeir sem skila ekki inn bókum fyrir þennan tíma fá ekki uppfært kynbótamat í haustbók.  Þeir sem skila rafrænt hafa frest til 1. ágúst.

mánudagur, júní 30, 2014
This event does not repeat

Skil á vorgögnum - kynbótamat.

Í dag er síðasti dagur fyrir þátttakendur í sauðfjárskýrsluhaldi að skila vorgögnum 2014 rafrænt í Fjárvís. Þeir sem skila ekki inn gögnum fyrir þennan tíma fá ekki uppfært kynbótamat í haustbók. 

föstudagur, ágúst 01, 2014
This event does not repeat

Skil á vorgögnum - gæðastýring

Í dag er síðasti dagur fyrir þátttakendur í gæðastýringu til að skila vorgögnum 2014 í Fjárvís.

miðvikudagur, ágúst 20, 2014
This event does not repeat

Skil á sláturupplýsingum - kynbótamat.

Í dag er síðasti dagur fyrir þátttakendur í sauðfjárskýrsluhaldi að staðfesta sláturupplýsingar 2014 í Fjárvís, til að þær verði teknar með í útreikninga á kynbótamati.

fimmtudagur, október 30, 2014
This event does not repeat

Skil á haustgögnum - kynbótamat.

Í dag er síðasti dagur fyrir þátttakendur í sauðfjárskýrsluhaldi að skila haustgögnum 2014 til RML  þ.e. ef skilað er inn handskrifuðum bókum til skráningar hjá RML.  Upplýsingar sem skilað er inn í dag teljast með við útreikning kynbótamats 2014. Þeir sem skila rafrænt hafa frest til 30. nóvember.

laugardagur, nóvember 15, 2014
This event does not repeat

Umsóknarfrestur um gæðastýringu

Í dag er síðasti dagur til að skila inn umsókn um aðild að gæðastýringu í sauðfjárrækt vegna næsta árs. Umsóknum ber að skila til Matvælastofnunar.

fimmtudagur, nóvember 20, 2014
nóvember 20, 2014

Nýliðunarstyrkir 2015

Umsóknarfrestur um nýliðunarstyrki í sauðfjárrækt rennur út í dag (frestur var framlengur frá 1. til 15. mars..  Sótt er um rafrænt í gegnum Bændatorgið. Nánari upplýsingar veitir Guðrún S. Sigurjónsdóttir hjá Búnaðarstofu (gss@bondi.is) eða í síma 563 0300

sunnudagur, mars 15, 2015 23:59
This event does not repeat

Þróunarverkefni í sauðfjárrækt

Umsóknarfrestur um styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt rennur út í dag, 1. apríl.  Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins.  Sjá einnig auglýsingu í Bændablaðinu 26. febrúar.

miðvikudagur, apríl 01, 2015 23:59
This event does not repeat

Search Calendar

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar