Events under 'Ýmislegt'
þriðjudagur, febrúar 19, 2019

Event Name

Date

Rúllupylsukeppni í Sauðfjársetrinu

 

Sauðfjársetur á Ströndum og Slow food samtökin á Íslandi halda Íslandsmeistaramót í rúllupylsugerð í Sauðfjársetrinu á Ströndum (Sævangi,12 km. sunnan við Hólmavík) laugardaginn 23. nóvember 2013 kl. 13:00. Þetta verður í annað skiptið sem keppnin er haldin. Árið 2012 var haldin keppni í Króksfjarðarnesi og þá fengu Strandamennirnir Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsavík, verðlaun fyrir léttreykta rúllupylsu. Rúllupylsuuppskriftir þekkjast úr fornum og nýjum uppskriftarbókum en líklegt er að margar og margvíslegar uppskriftir séu til á heimilum landmanna hver annarri betri.

Keppnisreglur:

Þátttakendur mega koma með eins margar gerðir rúllupylsa og þeir vilja.

Þátttakendur bjóða gestum að smakka á rúllupylsunum

Dómnefnd valinkunnugra matgæðinga og smakkara mun leggja dóm á lykt, áferð, bragð, framsetningu og frumleika.

Viðurkenningar verða veittar fyrir þrjú fyrstu sætin og einnig aukaverðlaun fyrir frumleika.

Þeim sem ekki eiga heimangengt með sínar rúllupylsur er bent á að þær má senda á Sauðfjársetrið og starfsmenn þess taka að sér að sjá um framsetningu og kynningu. Gott er að tilkynna þátttöku hjá Ester í síma: 8233324 eða á netfangið saudfjarsetur@strandir.is en ekki nauðsynlegt.

 

laugardagur, nóvember 23, 2013 13:00 - 15:00
This event does not repeat

Vísindaþing landbúnaðarins 7. mars

Vísindaþing landbúnaðarins verður haldið á Hvanneyri föstudaginn 7. mars.

föstudagur, mars 07, 2014
This event does not repeat

Nýsköpun og framtíðarsýn í sveitum

NÝSKÖPUN OG FRAMTÍÐARSÝN Í SVEITUM

Dagskrá á vegum Búdrýginda í Ársal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, laugardaginn 8. mars 2014, klukkan 13 - 16 

Kaffiveitingar í hléi á vegum kvenfélagsins 19. júní 800 krónur

ALLIR VELKOMNIR !

Dagskrárstjóri er Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Menntaskólans í Borgarnesi

Framsögumenn:

Vilhjálmur Egilsson rektor á Bifröst
Ávinningur af nýjum námskeiðum í matvælarekstrarfræði á Bifröst.

Dominique Pledel Jónsson, Slow Food Reykjavík. 
Slow food - íslenskar sveitir og samfélag.

Brynhildur Pálsdóttir hönnuður, Fundur bænda og hönnuða og Vík-Prjónsdóttir
Gildi hönnunar við vöruþróun og markaðssetningu.

Gunnþórunn Einarsdóttir, Matís.
Matís - matvælaþróun og nýsköpun

Arnheiður Hjörleifsdóttir, Bjarteyjarsandi.
Sjálfbær fortíð og fókus til framríðar

Davíð Freyr Jónsson, Arctic Seafood. 
Arctic Seafood og eldhússmiðja í Borgarbyggð

Guðrún Bjarnadóttir, meistaranemi við LBHÍ eigandi Hespu
Hespuhúsið - grasnytjar, ullarhandverk og fræðsla

---------------

Málþingið er opið öllum og vonast er til þess að sem flestir bændur láti sjá sig og allir áhugamenn um afurðaframleiðslu í sveitum. 
Einnig þeir sem hafa áhuga á byggðamálum almennt. 
Framsögumenn eru einvalalið, sérfræðingar á sínu sviði. 
Fyrirlestrarnir verða nokkuð stuttir og skorinortir, en fyrirlesararnir segja frá möguleikunum á þessu sviði og , því vonin er að frjóar umræður skapist í kjölfar þeirra. 

laugardagur, mars 08, 2014 13:00 - 16:00
This event does not repeat

Skoðunarferð úr A-Hún á Strandir

 

Fyrirhugað er að fara í sauðfjárbændaferð vestur á Strandir laugardaginn 15. mars næstkomandi. Farið verður af stað frá Blönduósi frá N1 klukkan 10.00. Heimsóttir verða meðal annars bæirnir Broddanes, Bassastaðir, Smáhamrar og fleiri ræktunarkóngar. Snæddur er kvöldverður á Gauksmýri í boði SAH Afurða.

Þátttöku í ferðina skal tilkynna til Bigga á Kornsá (s. 893-2196) eða Jonna á Hæli (s. 898-9402) í síðasta lagi miðvikudaginn 12. mars. Rútugjald er 1.500 kr. og greiðist við brottför.

Allir velunnarar íslensku sauðkindarinnar velkomnir

 

laugardagur, mars 15, 2014 10:00 - 22:00
This event does not repeat

Sunnlenski sveitadagurinn 2014

Sunnlenski sveitadagurinn verður haldinn 3. maí nk. á athafnasvæði Jötunn véla og Vélaverkstæði Þóris. að Austurvegi 69 á Selfossi.  

Sunnlenski sveitadagurinn er fjölbreytt fjölskylduhátíð þar sem gestum er boðið að upplifa sveitastemmningu og bragða á afurðum bænda.

Sunnlenskir bændur fá tækifæri til að kynna og selja afurðir sínar á sýningarsvæðinu og kennir þar ýmisa grasa, enda stór atvinnugrein á Suðurlandi. Gefið er smakk af ýmiskonar matvörum beint frá býli, margvíslegt handverk og listmuni á markaðstorgi. Sýning er á landbúnaðarvélum nýjum og gömlum og tæki og tól eru til sölu.

laugardagur, maí 03, 2014 13:00 - 18:00
This event does not repeat

Sauðamessa í Borgarnesi

Sauðamessa 2014

Kl. 10:00. Hlaupahópurinn Flandri með opna æfingu, svokallað „svarta sauðs hlaup“, lagt af stað frá Íþróttahúsinu (Þorsteinsgötu 1). Veitt verða verðlaun fyrir óíþróttamannlegasta klæðnaðinn.

Kl. 10:00. Opin æfing hjá Skotfélagi Vesturlands og býður gestum og gangandi að koma og skoða aðstöðu félagsins í Brákarey. Skotkennari verður á staðnum og geta gestir fengið að prufa að skjóta undir leiðsögn og um leið kynnt sér skotíþróttina.

Kl. 10:00. Sauðamessuspinning í íþróttahúsinu. Hér kemur föðurlandið sterkt inn. Verðlaun fyrir sauðalegasta spinnarann. Umsjón og yfirspinnari er Gunna Dan.

Kl. 13:00. Ferð til fjár í Safnahús Borgarfjarðar. Glæsilegur bókamarkaður í samvinnu við Sögufélag Borgarfjarðar. Almennar bækur sem og bækur Sögufélagsins á kindarlegu verði í tilefni dagsins. Einnig er opnun örsýningar í Safnahúsi - minningarsýning um Bjarna Helgason á Laugalandi. Áhersla er lögð á feril hans sem áhugaljósmyndara. Allir velkomnir.

Kl. 13:30. Rekstur á Rekstrarfé Geira og fl. sauðfjárbænda í Borgarnesi. Rekið er frá Sakallagrímsgarði í rétt rétt við Hjálmaklett (Borgarbraut 54). Börn og foreldrar eru minnt á að aðgát skal höfð í nærveru kinda.

Kl. 14:00. Hátíðadagskrá á sviði við Hjálmaklett. Sigrún smali frá Hlíð er messustýra. Á dagskrá eru fjári skemmtilegt atriði eins og Tískusýning Rauðakross búðarinnar, lærakappát, kambgarn &kynlíf, söngvasystur, hátíðaræður frá forystusauðum og ásetningsgimbrum, tónlist og fl. og fl. Verðlaun fyrir frumlegustu lopaflíkina og fallegustu lopapeysuna.  

Kl. 14:00. Sauðamessumarkaður í Hjálmaklett. Kjötsúpa í boði. Loftboltar. Andlistmálun. Skottsala.  

Kl. 17:00. Lopaflipp með Röggu Eiríks. Lærðu að breyta, bæta og flippa upp gömlu lopaflíkurnar þínar. Skráing hjá hlediss@gmail.com

Kl. 19:30. „Ærlegur dinner“ í Hjálmaklett. Þriggja rétta máltíð sem inniheldur afurðir íslensku kindarinnar. Veislustjóri og veitingamaður er Svavar Halldórs matgæðingur.

Kl. 23:00. Sveitaball í Hjálmaklett með hljómveitinni „Made in sveitin“ – eða á okkar ástkæra ilhýra – „búin til í sveitinni“! Hér verður tjúttað fram á rauða nótt. Þema ballsins er að elska náungann!  Átján vetra gemlingar fara inn, ekki yngri – þeir bjóða eldri gemlingum að passa þetta kvöld ;) og greiða verður kr. 3000 fjár fyrir inngöngu. 

Plakat hér.

laugardagur, október 04, 2014 13:30 - 14:30
This event does not repeat

Hrútadagur í Fljótum

Fjárræktarfélag Fljótamanna stendur fyrir hrútadegi á Þrasastöðum í Fljótum næstkomandi laugardag, 4. október. Dagskráin hefst kl 13:30. Hægt verður að kaupa kynbótalömb, en einnig verður á dagskrá hrútasýning og lambatrítl hjá börnum. Boðið verður upp á léttar veitingar að hætti Fljótakvenna og heimaframleiðsla Fljótamanna kynnt.

Í tilkynningu um sýninguna er vakin athygli á því að einungis má selja sauðfé innan Tröllaskagahólfs, að Svarfaðardal undanskildum.

laugardagur, október 04, 2014 13:30 - 16:30
This event does not repeat

Hrútadagur á Raufarhöfn

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi efnir til rútuferðar á Hrútadaginn mikla á Raufarhöfn sem er haldinn laugardaginn 4. október næstkomandi. Ferðin í heild verður fjórir dagar, 2. til 5. október, en hrútadagurinn sjálfur er frá kl. 15-19, laugardaginn 4. október í Faxahöllinni á Raufarhöfn.

Með í för verður sauðurinn Gorbi frá Brúnastöðum sem mun setjast að á forystufjársafninu á Svalbarði í Þistilfirði. Góð þátttaka er í ferðina og lagt verður upp frá Stað á Eyrarbakka fimmtudaginn 2. október klukkan 8 að morgni með rútu frá Allrahanda.

Komið verður við á Höfða í höfuðborginni. Síðan á höfuðstöðum héraðanna á leiðinni og blásið til umræðu og hátíðahalda um sauðkindina og vitsmuni forystufjárins . Þar á meðal; Hvanneyri, Bifröst, Staðarskála í Hrútafirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Hólum í Hjaltadal, Hofi á Akureyri, Laufási, Húsavík, Kópaskeri, Raufarhöfn og Svalbarði í Þistilfirði og víðar.

Góðir leiðsögumenn verða með í ferðinni og margt gert sér til skemmtunar með fólkinu í landinu. Fararstjórar verða Guðni Ágústsson, Níels Árni Lund og Björn Ingi Bjarnason. Nánari upplýsingar hjá fararstjórum.

 

laugardagur, október 04, 2014 15:00 - 19:00
This event does not repeat

Íbúafundur vegna riðutilfellis

Íbúafundur vegna riðuveiki í Vatnsneshólfi verður haldinn nk. fimmtudag 26. febrúar kl 20:30 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Jón Kolbeinn Jónsson settur héraðsdýralæknir  í Norðvesturumdæmi fer yfir málið og svarar spurningum fundarmanna.  Gunnar Ríkharðsson hjá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda verður fundarstjóri.

fimmtudagur, febrúar 26, 2015 20:30 - 23:30
This event does not repeat

Bændafundur í Skagafirði um riðuna

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar hefur boðað til almenns bændafundar um riðu og varnir gegn henni að Löngumýri næstkomandi þriðjudag, 24. mars, kl. 20:30.

Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Anna Karen Sigurðardóttir, sérgreinadýralæknir hjá Mast og Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir mæta á fundinn

þriðjudagur, mars 24, 2015 20:30 - 23:30
This event does not repeat

Aðalfundur FSAS

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Austur skaftafellssýslu verður haldinn 16. Febrúar næstkomandi klukkan 20:00 í Holti á Mýrum.

fimmtudagur, febrúar 16, 2017 12:00
This event does not repeat

Search Calendar

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar