Smalamennskum flýtt vegna veðurs
Veðurspá fyrir fimmtudag og föstudag gerir ráð fyrir norðan og norðvestan 10-20 m/s og slyddu eða snjókomu ofan 100-200 metra hæðarlínu á norðan og austanverðu landinu. Bændur víða á norður og austurlandi hafa flýtt göngum vegna veðurs. Mönnum er í fersku mynni þegar fé fennti eftir hausthret sem gerði um miðjan september 2012. Þá var staðan sú að mest allt fé var enn á fjalli. Nú er fyrstu gögnum lokið í flestum sveitum og því megnið af fénu komið heim.
Á myndinni hér fyrir ofan, sem er fengin af heimasíðu Veðurstofunnar, má sjá veðurþáttaspá fyrir hitastig fyrir allt landið á fimmtudaginn klukkan 17.00. Enn getur verið nokkur óvissa í spám og því rétt að fylgjast vel með þróun mála.
// uss