Print

Smalamennskum flýtt vegna veðurs

| .

Veðurspá fyrir fimmtudag og föstudag gerir ráð fyrir norðan og norðvestan 10-20 m/s og slyddu eða snjókomu ofan 100-200 metra hæðarlínu á norðan og austanverðu landinu.  Bændur víða á norður og austurlandi hafa flýtt göngum vegna veðurs.  Mönnum er í fersku mynni þegar fé fennti eftir hausthret sem gerði um miðjan september 2012.  Þá var staðan sú að mest allt fé var enn á fjalli.  Nú er fyrstu gögnum lokið í flestum sveitum og því megnið af fénu komið heim.

Kort

Á myndinni hér fyrir ofan, sem er fengin af heimasíðu Veðurstofunnar, má sjá veðurþáttaspá fyrir hitastig fyrir allt landið á fimmtudaginn klukkan 17.00.  Enn getur verið nokkur óvissa í spám og því rétt að fylgjast vel með þróun mála.

// uss

Print

Tollasamningur við Kína

| .

Í dag var undirritaður viðskiptasamningur við Kína.  Þar var hindrunun á lambakjötsútflutningi til Kína rutt úr vegi. Þetta er góðar fréttar enda er Kína stærsti einstaki innflutningsaðili á kindakjötií heiminum með árlegan innflutning upp á um 250.000 tonn.  Til samanburðar hefur heildar útflutningur á íslensku kindakjöti verið um 3,000 - 4.000 tonn undanfarin ár.

Undirritun samnings

Guðlaugur Þór og Fu Ziying aðstoðarviðskiptaráðherra skrifa undir samninginnn (mynd af heimasíðu Stjórnarráðsins).

Hér má lesa fréttatilkynninguna

Print

Afurðverð 2018

| .

Hér er yfirlit yfir afurðaverð allra sláturleyfishafa haustið 2018.

Afurðaverð

Í töflunni hér að ofan má sjá reiknuð meðalverð hvers sláturleyfishafa og meðaltal fyrir landið allt.  Útreikingarnir byggja á landsmeðaltali í vikum 34-45. Vægi einstakra vikna í verðinu byggir á sláturmagni á landinu öllu og sömuleiðis kjötmati á landinu öllu eftir einstökum vikum haustið 2017. Vægi afurðastöðva í landsmeðaltali er síðan eftir hlutdeild þeirra í slátrun á tímabilinu í heild. Raunverð sem einstakar afurðastöðvar greiða er síðan breytilegt, enda er niðurstaða kjötmats hjá hverri fyrir sig ekki sú sama og landsmeðaltalið, né heldur sláturmagn í einstökum vikum. Af sömu ástæðum er meðalverð sem einstakir bændur fá líka breytilegt. Allir bændur eru hvattir til að reikna út afurðaverð skv. forsendum þeirra bús, en LS telur útreikninga gefa eins góða mynd og hægt er af meðalverði útfrá forsendum sauðfjárframleiðslunnar í heild.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar