Print

Kjötafurðastöð KS og Sláturhús KVH greiða uppbót

| .

Kjötafurðastöð KS og Sláturhús KVH munu greiða viðbótargreiðslu á lambakjötsinnlegg s.l. hausts.  Greidd er 10% viðbótargreiðsla á innlegg í ágústmánuði og 6,04% viðbótargreiðsla á innleg í september og október.  Í tilkynningu frá fyrirtækjunum kemur fram að ágæt sala á afurðum og veiking íslensku krónunnar skapi grundvöll til þess að greiða bændum þessa viðbótargreiðslu.  Með þessari hækkun fer reiknað meðal afurðaverð yfir landið árið 2018 í 395 kr/kg.

Print

Kynning á samkomulagi

| .

Hér má finna fyrirlestur þar sem Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri LS fer yfir helstu atriði í samkomulagi um endurskoðun sauðfjársamnings sem skrifað var undir 11. janúar.

Fyrirlestur

Print

Búið að skrifa undir

| .

Í dag var skrifað undir samkomulag um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar.  Markmið samkomulagsins er meðal annars að stuðla að auknu jafnvægi framboðs og eftirspurnar á markaði með sauðfjárafurðir, auka frelsi sauðfjárbænda og að auðveldara verði að takast á við sveiflur í ytra og innra umhverfi greinarinnar. Áhersla er lögð á að auðvelda aðlögun að breyttum búskaparháttum eða nýrri starfsemi með sérstökum aðlögunarsamningum.  Samkomulagið er undirritað með fyrirvara um samþykki Alþingis á nauðsynlegum lagabreytingum og samþykki félagsmanna LS og BÍ í atkvæðagreiðslu.

Undirritun

Fréttatilkynning.pdf

Samkomulag.pdf

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar