Print

Norðlenska gefur út verðskrá

| .

Norðlenska hefur gefið út verðskrá vegna slátrunar haustið 2018. Reiknað meðalverð er 381 kr/kg sem er 6,8% hækkun frá verðskrá Norðlenska haustið 2017.  Upphaflegt reiknað meðalverð Norðlenska árið 2017 var 357 kr/kg.  Það verð hækkaði um 5,3% í 376 kr/kg með tveimur álagsgreiðslum sem greiddar voru á innlegg haustsins 2017.  Verðskráin nú er því aðeins 1,4% hækkun á reiknuðu meðalverði haustsins 2017 með álagsgreiðslum.  Landsmeðaltalið árið 2017 var 387 kr/kg með álagsgreiðslum.

Hér má nálgast verðskrá Norðlenska

Mynd b

Myndin hér að ofan sýnir þróun afurðaverðs til bænda frá árinu 2009.

Annað haustið í röð stefnir í hrun í afkomu sauðfjárbænda. Rétt er að benda hér á að Landssamtök sauðfjárbænda telja að ásættanlegt skilaverð til bænda sé um 637 kr/kg.  Er þá aðeins verið að framreikna afurðaverð haustsins 2015 samkvæmt verðlagsbreytingum.

Mynd a

Myndin hér fyrir ofan sýnir þróun afurðaverðs fyrir lambakjöt frá árinu 2009. 

*          Reiknað meðalverð með álagsgreiðslum.
**        Aðeins er komið verð frá einum sláturleyfishafa.
***      Skilaverð haustsins er framreiknað út frá vísitölu í maí ár hvert.

Það er mikilvægt að verðskrár sláturleyfishafa komi út tímanlega.  Eftir því hefur verið kallað til að rekstrarhorfur skýrist sem fyrst. Þess vegna fögnum við því að Norðlenska kemur nú fram með sínar verðskrá, en hörmum um leið að fyrirtækið sjái ekki ráðrúm til að gera betur í afurðaverð á komandi hausti.

Væntingar hafa verið um meiri hækkun afurðaverðs í ljósi þess að sala á kindakjöti hefur verið góð það sem af er þessu ári og birgðastaða í lágmarki.  Um mánaðarmótin apríl/maí var 12 mánaða sala á lambakjöti 6.500 tonn sem er 10.4% aukning.  12 mánaða útflutningur á kindakjöti var 4.100 tonn um mánaðarmótin apríl/maí. Um mánaðarmótin apríl/maí voru birgðir af lambakjöti 2.720 tonn en voru á sama tíma í fyrra 3.850 tonn.

Það er ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að framleiðsla er enn umfram ásættanlega markaði í dag í kjölfar hruns í útflutningi.  Enn hefur ekki verið brugðist við vegna erfiðra ytri aðstæðna á mörkuðum. Greinin er ekki fyrir vind en margt sem bendir til að við ættum að geta farið að sjá til lands. Mikilvægt að gera nauðsynlegar lagfæringar á starfsumhverfinu til að létta róðurinn og koma í veg fyrir eftirgjöf og hrun í greininni. Þar hafa samtökin bent á ákveðnar lausnir og aðgerðir sem myndu flýta fyrir að snúa vörn í sókn og auka möguleika greinarinnar til framtíðar.  Teljum greinina eiga mikla innistæðu enda styrkleikar framleiðslunnar margir og ótvíræðir. 

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar